Það mynd­i breyt­a mikl­u í bar­átt­unn­i gegn COVID-19 í Band­a­ríkj­un­um ef Don­ald Trump, fyrr­ver­and­i for­set­i, mynd­i hvetj­a stuðn­ings­fólk sitt til að láta ból­u­setj­a sig. Þett­a sagð­i Dr. Ant­hon­y Fauc­i, helst­i sér­fræð­ing­ur lands­ins í smit­sjúk­dóm­a­fræð­um.

Sam­kvæmt skoð­an­a­könn­un­um vest­an­hafs segj­ast marg­ir sem styðj­a for­set­ann fyrr­ver­and­i ekki ætla að láta ból­u­setj­a sig. Fauc­i seg­ir að Trump gæti bjarg­að manns­líf­um og skipt sköp­um í að ráða nið­ur­lög­um far­ald­urs­ins ef hann stig­i fram op­in­ber­leg­a og segð­i fólk­i að fara í ból­u­setn­ing­u.

Fauc­i seg­ist ekki botn­a neitt í þeim sem hafi ef­a­semd­ir um að láta ból­u­setj­a sig. Ból­u­efn­in væru grund­völl­ur þess að sigr­ast á far­aldr­in­um. Hann var­ar við því að dreg­ið verð­i úr sótt­varn­a­að­gerð­um of hratt, þrátt fyr­ir að fjöld­i smit­a í Band­a­ríkj­un­um hafi far­ið hægt og bít­and­i nið­ur á við und­an­far­ið.

Alls hafa um 530 þús­und manns lát­ist af völd­um COVID-19 og um 55 þús­und manns grein­ast á dag.