Ant­hony Fauci, sótt­varna­læknir Banda­ríkjanna, hvatti Banda­ríkja­menn í kvöld til að þiggja örvunar­bólu­setningu til að verjast nýja Ó­míkrón-af­brigðinu.

Hann sagði jafn­framt að svo virðist sem Ó­míkron-af­brigðið nái að komast fram hjá þeirri vörn sem tvær bólu­setningar mRNA bólu­efnum, Pfizer/BioN­tech og Moderna, veita.

Smitum í Banda­ríkjunum af völdum Ó­míkrón-af­brigðisins fer fjölgandi en flest smit eru enn þá af völdum Delta-af­brigðisins.

Fauci sagði í sjónvarpsviðtali í kvöld að örvunar­bólu­setning veitir betri vörn gegn Ó­míkrón en í­trekaði hins vegar að skil­greiningin á „full­bólu­settur“ í Banda­ríkjunum miðast enn þá við tvær bólu­setningar af annað hvort Pfizer eða Moderna eða einni bólu­setningu af John­son & John­son sem var þróað með öðrum leiðum.

„Bráða­birgða-rann­sóknir sýna að örvunar­bólu­setning, t.d. þriðja bólu­setning af mRNA bóluefnum, eykur vörnina nægi­lega mikið til að verjast Ó­míkron,“ sagði Fauci á ABC sjón­varps­stöðinni í kvöld en The Guar­dian greinir frá.

Anthony Fauci á fundi með Joe Biden forseta Bandaríkjanna á fimmtudaginn.
Fréttablaðið/Getty

Bólusetningarhlutfall Bandaríkjanna hefur farið hækkandi á síðustu vikum hins vegar er enn um 40% af full­orðnu fólki í Banda­ríkjunum er ekki full­bólu­sett. Minna en 20% af börnum á aldrinum fimm til ellefu ára eru ekki bólu­sett.

Fauci hvatti Banda­ríkja­menn til að vera með grímu ef þeir eru í kringum fólk sem er ekki full­bólu­sett.