Anthony Fauci, forstjóri Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna (NIAID) og heilbrigðismálaráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta, tilkynnti í gær að hann hygðist draga sig til hlés frá opinberum störfum í desember næstkomandi. Fauci er 81 árs og hefur verið forstjóri NIAID í tæp fjörutíu ár.

Fauci var áberandi sem sérfræðingur í sóttvarnamálum í stjórnum Bidens og Donalds Trump á hörðustu köflum kórónuveirufaraldursins. Joe Biden þakkaði Fauci fyrir störf hans og sagði Bandaríkin vera hraustari, harðari og heilbrigðari vegna hans.