Embla Guð­rún segir ömur­legustu rökin sem hún heyrir gegn því að taka á móti fólki á flótta sé að spyrja „hvað með ör­yrkjana?“

„Það er fátt ó­smekk­legra en að stilla tveimur jaðar­settum hópum saman, ör­yrkjum og hælis­leit­endum, í þeirri von að skapa tor­tryggni á báða bóga,“ segir Embla.

Embla Guð­rún Ágústs­dóttir er ein af þeim sem hélt ræðu á sam­stöðu­fundi með konum á flótta sem var haldinn á Austur­velli í gær. Hún er einn af stofn­endum og tals­kona feminísku fötlunar­hreyfingarinnar Tabú. Tólf fé­laga­sam­tök komu að skipu­lagningu fundarins og fjórar konur fluttu ræður.

Aðsend mynd

Yfir­skrift fundarins var „Öryggi fyrir allar konur: Kven­réttindi eru mann­réttindi allra kvenna, líka kvenna á flótta!“ Þess er krafist að konur á flótta, og börn sem kunna að vera með þeim, fái tafar­laust skil­yrðis­laust dvalar­leyfi á Ís­landi, við­eig­andi læknis­þjónustu og stuðning við að koma sér fyrir í ís­lensku sam­fé­lagi.

Embla segir fundinn hafa farið vel fram. „Það var mikill baráttuhugur í fólkinu á Austurvelli. Þetta er auðvitað einn af þessum viðburðum sem maður vill helst ekki að þurfi að boða til - að það þurfi að berjast með svona mikilli hörku fyrir því að konur á flótta fái að vera hér á Íslandi er bæði fáránlegt og sorglegt," segir hún.

Segir afstöðu stjórnvalda og Útlendingastofnunnar fáránleg

Undan­farið hefur í fjöl­­miðlum verið fjallað um nokkur til­­­felli þar sem ungar, ein­­stæðar konur á flótta, sem hafa sætt kyn­­ferðis­­legu- og kyn­bundnu of­beldi, kyn­færa­li­m­lestingum og annarri ó­­mann­úð­­legri með­­ferð hefur verið neitað um al­­þjóð­­lega vernd á Ís­landi og bíða nú brott­vísunar, meðal annars til Grikk­lands þar sem þær hafa sætt mis­munun, for­­dómum og of­beldi.

„Af­staða stjórn­valda og Út­lendinga­stofnunar er oft fá­rán­leg og í engu sam­ræmi við lög, að­þjóða­skuld­bindingar eða jafn­réttis­stefnur þessa lands,“ segir Embla í ræðu sinni. „Af­staða stjórn­valda er heldur ekki í neinu sam­ræmi við al­mennt sið­gæði. Hve­nær og hvernig gerist það að við viljum ekki hjálpa konum í neyð?“

Aðsend mynd

Embla segir rök stjórn­valda vera af ýmsu tagi, meðal annars að hér sé ekki til peningur né pláss til að taka á móti fólki í neyð. „Við vitum að það er hrein­lega ekki satt,“ segir hún.

„Við getum ekki státað okkur af því að vera feminísk-jafn­rétti­spara­dís meðan við sendum enn konur á flótta úr landi í lífs­hættu­legar að­stæður,“ segir Embla.

„Við erum hætt að vera kurteis"

Meðal ræðu­kvenna var Þór­dís Elva Þor­valds­dóttir fyrir­lesari. Hún vitnaði í orð Naomi Shul­man sem skrifaði um móðir sína sem ólst upp í Þýska­landi undir stjórn nas­ista. Naomi segir móðir sína hafa verið um­kringda kurteisu fólki sem vildi ekki rugga bátnum og horfði undan þegar hún var hand­sömuð á­samt fjöl­skyldu sinni.

Þór­dís þakkar þeim sem mættu á sam­stöðu­fundinn fyrir að vera ekki kurteist heldur veita við­nám. „Við erum hætt að vera kurteis og horfa í hina áttina,“ segir Þór­dís Elva.


Zahra Hussaini talaði fyrir Slagtog.
Aðsend mynd

Za­hra Hussa­ini, þjálfari í femínískri sjálfs­vörn og leik­­skóla­­kennari, Slag­­tog, fór með ljóðið Bani Adam eftir pers­neska ljóð­skáldið Saadi Shirazi. Ljóðið má lesa hér í enskri þýðingu en ekki verður gerð tilraun til að snara það á íslensku.

"Human beings are parts of each ot­her,
In creation are indeed of one es­sence.
If one part is af­flicted with pain,
Ot­her parts unea­sy will remain.
If you have no symp­at­hy for human pain,
The name of human you cann­ot retain."

Sam­tökin sem standa að baki sam­stöðu­fundinum eru Anti-ras­istarnir, Femín­ista­fé­lag HÍ, Kven­réttinda­fé­lagið, No Bor­ders Iceland, Q-fé­lagið, Refu­gees in Iceland, Réttur barna á flótta, Slag­tog, Solaris, Stelpur Rokka, Stíga­mót, Tabú og Öfgar.

Frétt var uppfærð 15:25.