Ætla má að fjöldi fatlaðs fólks sé beitt of­beldi á Ís­landi og að í ein­hverjum til­vikum séu þau í­trekað þol­endur, jafn­vel reglu­lega. Frá þessu er greint í ný­út­kominni skýrslu greiningar­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra (RLS), Of­beldi gegn fötluðu fólki á Ís­landi. Í skýrslunni er bent á að miðað við fyrir­liggjandi rann­sóknir rati að­eins lítill hluti of­beldis­mála gegn þessum hópi fólks inn í réttar­vörslu­kerfið. Miðað við þær upp­lýsingar sem liggja fyrir megi eins draga þá á­lyktun að fatlað fólk njóti ekki sömu stöðu eða réttinda hvar varðar réttar­vörslu.

Ekki hægt að sækja upplýsingar um fötlun í LÖKE

Í skýrslunni kemur fram að leitast hafi verið eftir því að kanna um­fang of­beldis gegn fötluðu fólki í skráningar­kerfi lög­reglu, LÖKE, en að ekki hafi verið hægt að sækja slíkar upp­lýsingar vegna þess að ekki sé þess neins staðar getið að um sé að ræða fatlaðan ein­stak­ling.

Til þess þurfi heimild þar sem um heilsu­fars­upp­lýsingar er að ræða. Því er ekki unnt að draga saman fjölda mála er varða fatlaða ein­stak­linga.

„Það er eitt af vanda­málunum en það sem við bendum á er hvernig er hægt að bæta skráningar í þessum mála­flokki, bæði hjá lög­reglu og öðrum,“ segir Runólfur Þór­ólfs­son, yfir­lög­reglu­þjónn, í sam­tali við Frétta­blaðið en hann og hans teymi unnu skýrsluna fyrir hönd em­bættis Ríkis­lög­reglu­stjóra.

Hann segir að hvað varðar lög­regluna þá þurfi að bæta skráninguna í LÖKE-kerfinu

„Til að sjá betur vandann. En það er bara hluti af þessu. Því það þarf að sér­sníða nálgunina til þol­enda of­beldis sem eru fatlaðir því þau eru ó­lík­legri sam­kvæmt er­lendum rann­sóknum til að segja frá því of­beldi sem þau verða fyrir,“ segir Runólfur.

Í skýrslunni segir að vilji sé til að skorða hvernig væri hægt að til­greina slíkar upp­lýsingar við skráningu mála í lög­reglu­kerfið án þess að brjóta gegn per­sónu­vernd. Þannig mætti greina betur fjölda til­kynninga um of­beldi gegn fötluðu fólki. Þá er það mat greiningar­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra að tals­verðra breytinga sé þörf til þess að fá fram upp­lýsingar um um­fang vandans á Ís­landi.

Vitundarvakning framundan

Að sögn Runólfs er skýrslan sé svo­kölluð stefnu­miðuð greiningar­skýrsla sem hafi verið tekin saman til að reyna að átta sig á um­fangi vandans og hvaða leiðir séu bestar til að bæta þjónustuna.

Hann segir að næstu skref meðal lög­reglunnar sé meðal annars vitundar­vakning meðal lög­reglu­manna, að fræða um þá sér­stöku nálgun sem þarf að beita í þessum mála­flokki.

„Það er fram­hald af þeirri vinnu sem er hafin í tengslum við heimilis­of­beldi og kyn­ferðis­legu of­beldi sem hefur verið tekið í gegn líka. Í fram­haldi af þessu þá nýtum við þá reynslu í þessa vinnu,“ segir Runólfur.

Hann segir að bæði verði litið til starfandi lög­reglu­manna og til lög­reglu­námsins í Há­skólanum á Akur­eyri.

Lítið vitað um of­beldi gegn fötluðum körlum

Í skýrslunni er vakin at­hygli á því að rann­sóknir síðustu ára á Ís­landi hafi einkum beinst að stöðu fatlaðra kvenna og reynslu þeirra af ein­stak­lings- og stofnana­bundnu of­beldi. Þá hafi fáar rann­sóknir beinst sér­stak­lega að fötluðum börnum sem þol­endum of­beldis og að um­fang of­beldi gegn fötluðum körlum sé nær ó­þekkt.

Þá segir að þær rann­sóknir til séu leiði í ljós að eins sé það al­gengt að fatlaðar konur sem séu beittar of­beldi til­kynni það ekki til lög­reglu. Þá sé það þekkt að þol­endur óttist að þeim verði ekki trúað.

„Fyrir­liggjandi kannanir bendi til þess að í meiri­hluta til­vika hafi ger­endur ekki verið sóttir til saka, og enn síður dæmdir. Sam­kvæmt rann­sóknum þessum virðist al­gengt að fatlaðar konur fái ekki við­eig­andi að­stoð til að takast á við af­leiðingar of­beldisins og að að­gengi að úr­ræðum fyrir brota­þola sé tak­markað,“ segir í skýrslunni.

Fötluð börn fjórum sinnum lík­legri til að vera beitt of­beldi

Í skýrslu greiningar­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra er einnig vísað í er­lendar rann­sóknir um of­beldi gegn fötluðu fólki, meðal annars frá breska lækna­ritinu The Lancet og frá bresku töl­fræði­stofnuninni. Sam­kvæmt þeim niður­stöðum eru fötluð börn fjórum sinnum lík­legri til að vera beitt of­beldi en ó­fötluð börn. Þá er sér­stak­lega talað um börn með þroska­hömlun.

Skýrsluna er hægt að kynna sér í heild sinni hér.