Lög­regl­an á Norð­ur­land­i eystr­a hef­ur nú til rann­sókn­ar tvö mál vegn­a lík­ams­á­rás­ar um borð í stræt­is­vagn­i á norð­ur­leið fyrr í þess­um mán­uð­i. Greint var fyrst frá mál­in­u í Frétt­a­blað­in­u fyr­ir helg­i en þá sagð­i vagn­stjór­inn frá því að hann hefð­i kært lík­ams­á­rás á hend­ur sér en á vef RÚV kem­ur fram í dag að far­þeg­inn, sem hann hef­ur sak­að um að ráð­ast á sig, hef­ur einn­ig lagt fram kæru.

Vagn­stjór­inn er nú í veik­ind­a­leyf­i eft­ir á­rás­in­a en fram kem­ur á vef RÚV að far­þeg­inn, sem hef­ur lagt fram kæru, seg­ir að um hafi ver­ið að ræða gagn­kvæm­a árás og að um slags­mál hafi ver­ið að ræða. Haft er eft­ir stað­gengl­i lög­regl­u­stjór­ans á Akur­eyr­i að báð­ir menn hafi ver­ið yf­ir­heyrð­ir og að eft­ir eigi að yf­ir­heyr­a far­þeg­a vagns­ins sem hafi ver­ið um 20 tals­ins.

Strætó greindi frá því í síðustu viku að þau hefðu óskað eftir upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi vestra eftir ferð strætisvagnsins en í sömu ferð hafði farþegi verið skilinn eftir og svo skutlað aftur í vagninn.