Lögregla hafði afskipti höfð af ökumanni bifreiðar í miðbæ Reykjavíkur eftir umferðaróhapp í nótt. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um ölvun við akstur. Bifreið ökumannsins var tjónuð þar sem annað framhjólið vantaði. Búið var að aka á 3 kyrrstæðar bifreiðar. Ökumaðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Samkvæmt dagbók lögreglu læsti ölvaður farþegi sig inni í bifreiðinni og vildi ekki opna bifreiðina fyrir lögreglu þegar dráttarbifreið frá Króki kom til að fjarlægja bifreiðina. Farþeginn var síðar handtekinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Reyndi að stinga af á stolinni vespu

Fyrir kvöldmatarleytið í gær hafði lögregla svo afskipti höfð af ungum manni á óskráðri vespu í hverfi 108. Maðurinn, sem reyndist vera 17 ára, reyndi að stinga af er lögregla ætlaði að hafa af honum afskipti og játaði hann síðar að vespan væri stolin. Vespan var því haldlögð og foreldrar unga mannsins upplýstir um málið. Málið var tilkynnt til Barnaverndar.

Fyrir miðnætti var tilkynnt um líkamsárás í hverfi 110. Þrír menn handteknir og vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Einn maðurinn var fluttur á Bráðadeild til aðhlynningar fyrir vistun. Ekki er vitað um áverka.