Eiríkur Barkarson, vagnstjóri hjá Strætó, hyggst kæra mann sem hrækti framan í hann í gær. Þetta kemur fram í samtali Eiríks við Vísir.is en maðurinn sem hrækti á hann er samkvæmt Vísi smitaður af HIV og lifrarbólgu C.
Atvikið átti sér stað klukkan 17:30 í gær þegar þrír menn í annarlegur ástandi komu inn í vagn Eiríks sem ók leið 14 og var á Hlemmi.
Að hans sögn ætluðu þeir allir að reyna fá frítt far. Það var hins vegar einn í hópnum sem var með mikil leiðindi og reyndu hinir tveir að draga úr honum. Sá reyndi að ráðast á Eirík og þegar vinir hans stöðvuðu hann þá hrækti hann framan í Eirík.
Þremenningarnir fóru af vettvangi en lögreglan fann þá hinu megið við hornið á Háspennu við Hlemm.
Að því er Eiríkur sagði við Vísi sagði lögreglan honum að mennirnir þrír væru allir góðkunningjar lögreglunnar. Þeir væru allir smitaðir af HIV og lifrarbólgu C og þar sem Eiríkur hefði fengið hráka í augað þyrfti hann að fara strax upp á bráðamóttöku í blóðprufu.
Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var vísað til þess sem fram kom á Vísi að maðurinn sem hrækti á bílstjórann væri smitaður af HIV og lifrarbólgu C. Samkvæmt ábendingum frá aðstoðarmanni landlæknis í kjölfar fréttarinnar þá smitast þessir sjúkdómar ekki með munnvatni heldur blóði.
Hægt er að lesa frásögn Eiríks á fréttavef Vísis.