Kol­brún Lilja Torfa­dóttir var meðal far­þega í flug­vél Wizzair sem varð að nauð­lenda á flug­vellinum í Stavangri í morgun vegna ís­lensks karl­manns á sjö­tugs­aldri. Í sam­tali við Frétta­blaðið segir hún manninn meðal annars hafa reynt að opna hurðir á flug­vélinni en að far­þegar hafi haldið ró sinni.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá bárust fyrstu fréttir frá Noregi af því að maðurinn hefði reynt að fram­kvæma svo­kallað flug­rán. Reyndi maðurinn, sem ber við óminni, meðal annars að komast inn í flug­stjórnar­klefa vélarinnar en lög­reglan í Noregi segir manninn ekki hafa ætlað sér að ræna vélinni.

„Þetta var bara flug­dólgur. Hann var búinn að vera að taka ein­hver lyf og svo var hann bara þarna eitt­hvað að detta í gólfið og reyna að opna hurðina á flug­vélinni,“ segir Kol­brún.

„Svo reyndi hann að brjótast inn í flug­stjórnar­klefann þannig að við lentum í Stavangri þar sem mætti okkur sveit af lög­reglu og hand­tók manninn. Meira var það í rauninni ekki,“ segir Kol­brún og segir hún spurð að far­þegar hafi haldið ró sinni á meðan málinu stóð.

Flug­maðurinn hafi til­kynnt far­þegum að lent yrði í Stavangri. „Þegar við sáum við­búnaðinn á Stavangri þá náttúru­lega brá okkur svo­lítið. En við vorum bara látin vita að við hefðum lent af öryggis­á­stæðum.“