Vél af gerðinni Boeing 737-500 hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak frá flugvelli Jakarta í Indónesíu. Vélin er í eigu indónesíska flugfélagsins Sriwijaya og er 26 ára gömul en hún var á leið til Pontianak á eynni Súmötru. Talið er að 62 farþegar hafi verið um borð. BBC greinir frá málinu.

Flugturn missti samband við vélina fjórum mínútum eftir flugtak en vélin hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á tæpri mínútu áður en hún hvarf af ratsjám.

Ekki hefur fengið staðfest hvort að vélin hafi hrapað en talið er að hún hafi lent í Javahafi. Björg­un­araðilar í Indónesíu eru í viðbragðsstöðu, en á sam­fé­lags­miðlum og sjón­varps­stöðvum má sjá mynd­ir og mynd­skeið af því sem virðist vera brak úr flug­vél­inni.

Vélin sem hvarf í dag er sem fyrr segir af tegundinni Boeing 737-500 sem er ef annarri gerð en Boeing 737-MAX-vélarnar sem voru kyrrsettar í kjölfar tveggja flugslysa sem urðu í Indónesíu og Eþíópíu árið 2018 og árið 2019 og kostuðu 346 mannslíf.