Strætó hefur tekið á­kvörðun um að skylda far­þega sína til að hafa and­lits­grímur þrátt fyrir að al­manna­varnir hafi gefið það út að Strætó á höfuðborgarsvæðinu yrði undan­þeginn grímu­skyldu. Þeir, sem ekki verða með grímur, verður ekki hleypt inn í strætis­vagna eftir há­degi í dag.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Strætó. Á blaða­manna­fundinum í gær var tekið fram að þar sem ekki væri hægt að tryggja tveggja metra fjar­lægð á milli ó­tengdra ein­stak­linga væri þess krafist að fólk bæri and­lits­grímur. Þar var sagt að þetta ætti meðal annars við um al­mennings­sam­göngur og gaf Strætó út yfir­lýsingu í kjöl­farið um að þeim yrði ekki hleypt inn í vagna sem ekki bæru grímur.

Víðir Reynisson segir að Strætó á höfuðborgarsvæðinu þurfi ekki að taka upp grímuskyldu. Strætó mun samt gera það.
Fréttablaðið/Ernir

Í kvöld­fréttum í gær skýrði Víðir Reynis­son hjá al­manna­vörnum þó á­kvæðið og sagði að á­kveðið hafi verið að Strætó á höfuð­borgar­svæðinu yrði undan­skilinn þessari reglu. Þrátt fyrir það hefur Strætó á­kveðið að halda sig við þá á­kvörðun að skikka far­þega til að bera grímur.

„Til að geta tryggt tveggja metra fjar­lægð í strætó, þá mega að­eins 20 við­skipta­vinir vera um borð í einu. Framan­greint ferli gekk á­gæt­lega í há­punkti sam­komu­bannsins í mars, en þá hafði far­þegum fækkað um 60-70%. Annað er upp á teningnum í dag. Um 30.000 manns nota Strætó dag­lega og miðað við þann far­þega­fjölda þá telur Strætó sig ekki geta tryggt tveggja metra fjar­lægð um borð í vögnunum,“ segir í til­kynningu Strætó.