Flugvél frá Pakistan International Airlines af gerðinni Airbus A320 brotlenti í Karachi í dag. Talið er að 99 manns hafi verið um borð ásamt átta áhafnarmeðlimum.

Pakistan International Airlines er flugfélag í eigu Pakistan og er með 32 flugvélar á sínar snærum.

Vélin var að koma í flugi frá Lahore til Karachi en brotlenti á íbúasvæði þegar hún var að nálgast flugvöllinn.

Á Twitter eru einstaklingar á svæðinu að lýsa því að það hafi kveiknað í fjölmörgum húsum á íbúðarsvæðinu. Heildarfjöldi látinna á því eftir að koma í ljós.

Það eru nokkrir dagar liðnir síðan stjórnvöld í Pakistan hófu innanlandsflug á ný eftir að flugumferð var stöðvuð vegna kórónaveirufaraldursins.

Í samtali við AFP sagðist talsmaður flugfélagsins telja að það hefðu verið 99 farþegar og átta áhafnameðlimir um borð.

Þetta er annað flugslysið á síðustu fjórum árum hjá Pakistan International Airlines eftir að 47 létust þegar flugvél af gerðinni ATR-42 fórst árið 2016.