Alls hafa 32 fangar í Dan­mörku verið látnir lausir sem hluti af endur­skoðun rúm­lega tíu þúsund saka­mála eftir að al­var­legar spurningar hafa vaknað um á­reiðan­leika land­fræði­legra upp­lýsinga sem fengust frá far­síma­fyrir­tækjum.

Alls hefur 40 saka­málum verið frestað eftir að yfir­völd settu á tveggja mánaða bann við að nýta slík far­síma­gögn sem sönnunar­gögn í saka­málum. Bannið var sett á eftir að lög­regla fann galla í hug­búnaðinum sem breytir hrá­gögnum frá símamastri í not­hæf gögn.

Á meðal þeirra galla sem lög­reglan fann var til­hneiging hug­búnaðarins að sleppa hluta gagnanna á meðan þeim var breytt, sem þýðir að að­eins á­kveðin eða valin sím­töl eru skráð og myndin sem gögnin eiga að fram­kalla um stað­setningu símans eru ó­full­komin.

Hug­búnaðurinn hafði auk þess tengt far­síma við röng möstur og tengt þau við nokkur síma­möstur á sama tíma, sem stundum voru í hundruð kíló­metra fjar­lægð frá hvoru öðru, skráði upp­runa smá­skila­boða vit­laust og skráði stað­setningu sí­maturna vit­laust.

Þegar litið var til þess alls þýddi það að sak­laust fólk gæti hafa verið stað­sett á vett­vangi glæps og að raun­veru­legir glæpa­menn hafi verið úti­lokaðir frá rann­sóknum

„Þetta er mjög, mjög al­var­legt mál. Við getum ekki lifað með því að upp­lýsingar sem ekki eru ná­kvæmar gætu leitt til þess að fólk endi í fangelsi,“ sagði Jan Reck­endorf­f ríkis­sak­sóknari í Dan­mörku.

Hann til­kynnti um endur­skoðun málanna seint í síðasta mánuði og sömu­leiðis bannið á að nota far­síma­gögn. Hann sagði á­kvörðunina „harka­lega“ en að hún væri nauð­syn­leg.

Dóms­mála­ráð­herra Dan­merkur, Nick Haekkerup, fagnaði endur­skoðuninni og sagði að það yrði á­vallt að vera í fyrsta sæti að koma í veg fyrir að sak­laust fólk væri sak­fellt fyrir glæpi sem það fram­kvæmdi ekki.

Síma­verðir hafa sagt að villurnar megi að mestu rekja til túlkar á gögnunum og að þau beri ekki á­byrgð. Yfir­völd segja að í sumum til­fellum séu gögnin ekki vanda­málið en að það sé ekki þeirra að færa sönnur fyrir því.

Fram kemur í um­fjöllun Guar­dian um málið að ekki sé til nein töl­fræði í Dan­mörku um hversu oft mál hafa verið á­kvörðuð út frá far­síma­gögnum, en vitað sé til þess að oft sé vísað til þeirra og þau notuð til stuðnings annara sönnunar­gagna, og þrátt fyrir að þau hafi ef til vill ekki verið á­litin eins á­reiðan­leg og erfða­sýni þá hafi þau verið talin nokkuð ná­kvæm.

Í stað þess að bíða þess að farið verði aftur yfir mál þeirra hafa fjöl­margir danskir fangar nú krafist lausnar úr fangelsi á grund­velli þess að sak­fellingar þeirra hafi verið byggðar á far­síma­gögnum.

Til­raunir fanganna hafa ekki allar gengið upp. Tveir með­limir skipu­lagðra glæpa­sam­taka í Ár­hús reyndu að fá málin sín tekin upp að nýju. Annar sagði að hann hefði verið heima hjá for­eldrum sínum þegar hann átti að hafa verið á vett­vangi glæps af far­síma­gögnum. Beiðnum þeirra var hafnað á grund­velli þess að önnur sönnunar­gögn hafi sýnt fram á annað.

Frétt Guar­dian um málið.