Land­spítali hefur verið settur á gult við­búnaðar­stig vegna alvarlega rútu­slyssins sem varð nú síð­degis við Hof­garða skammt norðan við Fagur­hóls­mýri en fjórir eru al­var­lega slasaðir eftir slysið. Þetta kemur fram í til­kynningu frá spítalanum en 33 manns voru í rútunni.

Við­komandi eru nú á leið til Land­spítala en að svo stöddu er ekki vitað hvernig við­komandi koma til Land­spítala, með sjúkra­bif­reið, sjúkra­flugi eða þyrlu. Eftir því sem næst verður komist eru ýmist 28 grænir eða gulir sam­kvæmt við­bragðs­á­ætlun, sem þýðir að við­komandi eru lítið eða minna slasaðir og til frekara mats og skoðunar.

Vegna mikils á­lags sem við­búnaðar­stig hefur í för með sér biður Land­spítali fólk með minni­háttar á­verka eða veikindi um að leita frekar til heilsu­gæslu eða Lækna­vaktar frekar en bráða­deildar í Foss­vogi ef kostur er. Þetta at­vik kemur ofan í þunga stöðu og þann mikla flæðis­vanda, sem Land­spítali glímir við í augna­blikinu.

Upp­fært kl. 18:09.

Oddur Árna­son, yfir­lög­reglu­þjónn á Suður­landi, stað­festir í sam­tali við Frétta­blaðið að verið sé að flytja fjóra al­var­lega slasaða með þyrlu Land­helgis­gæslunnar á Land­spítalann í Foss­vogi.

Verið er að ganga frá flutningi annarra far­þega sem ekki eru eins mikið slasaðir, meðal annars á sjúkra­húsið á Akur­eyri en þeir verða fluttir með sjúkra­flug­vél sem væntan­leg er til lendingar á flug­velli á Fagur­hóls­mýri. Þá verða ein­hverjir að öllum líkindum fluttir á Sel­foss.