Heilsu­gæsla höfuð­borgar­svæðisins vill á­rétta að blöndun og með­höndlun bólu­efnis Pfizer við kórónu­veirunni hafi að öllu leyti farið eftir leið­beiningum markaðs­leyfis­hafa og fyrir­mælum Lyfja­stofnunar og Em­bættis land­læknis. Fjallað var um það í kvöld­fréttum RÚV í gær að Land­spítalinn hefði í ein­hverjum til­fellum náð sex bólu­efna­skömmtum úr hettu­glösum frá Pfizer á meðan heilsu­gæslan hafi ekki náð sex skömmtum úr neinum þeirra.

„Til að tryggja stöðug­leika bólu­efnis og virkni er ekki ráð­lagt að safna milli hettuglasa en ef næst heill skammtur úr lyfja­glasinu er notkun leyfð. Þetta er stað­fest af Lyfja­stofnun, Sótt­varnar­lækni og markaðs­leyfis­hafanum Pfizer,“ segir í til­kynningu heilsu­gæslunnar.

Þar segir að ferlið hafi gengið vel og að heilsu­gæslan hafi nýtt alla þá 2.200 skammta sem hún fékk til um­ráða fyrir for­gangs­hópa sam­kvæmt reglu­gerð, fyrst og fremst fyrir íbúa hjúkrunar­heimila.

„Starfs­fólk heilsu­gæslunnar hefur mikla reynslu af bólu­setningum og með­höndlun bólu­efnis. Um­ræðan á því ekki að snúast um færni, heldur hvort farið er eftir leið­beiningum,“ segir í til­kynningunni. „Heilsu­gæsla höfuð­borgar­svæðisins heldur á­fram að vinna sam­kvæmt bestu þekkingu og þeim leið­beiningum markaðs­leyfis­hafa sem eru í gildi hverju sinni.“