Lands­réttur stað­festi í dag far­banns­úr­skurð Héraðs­dóms Reykja­ness yfir manni sem grunaður um að hafa nauðgað konu í fé­lagi við annan mann um miðjan maí síðast­liðinn. Far­bannið mun gilda til 11. nóvember.

Sam­kvæmt Lands­rétti er rök­studdur grunur um að maðurinn hafi gerst sekur um hátt­semi sem sem sex­tán ára há­marks­refsing liggur við. Skil­yrðum far­banns er einnig upp­fyllt þar sem hætta er að maðurinn komi sér úr landi í því skyni að forðast fullnustu refsingar en sam­kvæmt úr­skurði héraðs­dóms er maðurinn af er­lendu bergi brotinn.

Í úr­skurði héraðs­dóms segir að konan hafi til­kynnt nauðgun tveggja manna til lög­reglu en hún hafi ekki vitað hverjir þeir voru né hvar brotið hefði átt sér stað. Konan sagði þó lög­reglu frá því að að hún hefði yfir­gefið veitinga­stað í fylgd með manni sem bauð henni í sam­kvæmi. Sá maður hafi verið með hana í íbúð og beitt hana líkam­legu og kyn­ferðis­legu of­beldi.

Sam­kvæmt konunni kallaði sá maður á annan mann að of­beldinu loknu og sagði honum að beita konuna sams­konar of­beldi. Seinni maðurinn er sá sem Lands­réttur hefur nú úr­skurðað í far­bann.

Hægt er að lesa úr­skurðinn í heild sinni hér.