Með­limur í Ferða­fé­lagi Ís­lands segir farar­stjóra sem í­trekað hefur verið kvartað yfir vegna kyn­bundins of­beldis, fá að starfa á­fram á vegum fé­lagsins. Hún krefst svara frá fé­laginu hvers vegna ekki er að­hafst í málinu.

Kristín I. Páls­dóttir, með­limur í FÍ, birtir Face­book-færslu sem sýnir bréf hennar til stjórnar fé­lagsins og fer hún fram á svör við á­kveðnum spurningum sem hún leggur þar fram.

Hún segir aug­ljóst að skilningur stjórnarinnar á of­beldis­málum og af­leiðingum þess sé lítill, þegar ekki er tekið á slíkum málum á mark­vissan hátt með hag þol­enda í huga.

„Í stað þessa að sýna þol­endum farar­stjóra fé­lagsins, sem ég veit að eru þó­nokkrir, þá virðingu að sinna þessum málum af kost­gæfni virðist sem sam­hygðin liggi hjá þeim sem næst standa stjórnar­mönnunum, þ.e. ger­endum sem sumir virðast hafa fengið ný tæki­færi til brjóta af sér,“ segir Kristín.

Kristín segist hafa rætt við einn þolanda farar­stjórans um helgina. „Sú kona sendi inn form­lega kvörtun vegna mjög al­var­legs at­viks í ferð með honum fyrir nokkrum árum en fékk aldrei svar frá fé­laginu.“

„Ég hef ekki sagt mig úr félaginu ennþá þar sem ég ákvað að reyna að beita mér sem félagsmaður, krefjast svara og mæta á félagsfund sem boðaður hefur verið 27. október en skil mjög vel fólk sem hefur sagt sig úr félaginu,“ segir Kristín.

Gagn­rýnir starf­semi stjórnarinnar

„Af við­brögðum stjórnar mætti hins vegar ætla að til­gangur hennar sé að gæta eigin hags­muna. Með smá skoðun á vef fé­lagsins sést að flestir í stjórninni starfa einnig fyrir fé­lagið, þó það sé ekki aðal­starf stjórnar­mannanna.“

„Slík staða skapar hættu á hags­muna­á­rekstrum og er mjög mikil­vægt að gagn­sæi ríki um alla hags­muni og hægt sé að ræða þá á opinn og gagn­sæjan hátt,“ segir hún og bætir við að það sé al­var­legt ef æðsti stjórnandi fé­lagsins hefur fundið fyrir hindrunum í að­gengi að fjár­mála­upp­lýsingum fé­lagsins.

Anna Dóra Sæþórs­dóttir sagði af sér sem for­maður fé­lagsins í lok septem­ber. Hún sagði á­stæðuna vera að í fé­laginu ráði stjórnar­hættir sem fari þvert gegn hennar eigin gildum.

Hún telur að stjórn fé­lagsins hafi ekki brugðist vel við málum er varða meðal annars brot á siða­reglum fé­lagsins, á­sakanir um á­reitni og gróft kyn­ferðis­legt of­beldi.

Vill svör við spurningum hennar

Kristín segist óska eftir svörum við spurningum sem hún birtir í blaðinu til stjórnarinnar. Spurningar hennar til félagsins má sjá hér að neðan.

  1. Var frá­farandi for­seta fé­lagsins gert erfitt fyrir að afla sér upp­lýsinga um fjár­mál fé­lagsins og gert að sitja undir gagn­rýni stjórnar fyrir að spyrja of margra spurninga um fjár­mál? Hvaða for­sendur geta mögu­lega rétt­lætt slíkar girðingar að upp­lýsinga­að­gangi?
  2. Hversu mörg erindi hafa borist fé­laginu vegna at­vika sem tengjast Hjalta Björns­syni?
  3. Ef verk­ferlum hefur verið fylgt í þessum málum hvernig stendur á því að hann er við störf hjá fé­laginu þegar í Stefnu gegn ein­elti, kyn­ferðis­legri á­reitni, kyn­bundinni á­reitni og of­beldi segir: „Ein­elti, kyn­ferðis­leg á­reitni, kyn­bundin á­reitni eða of­beldi eru ekki undir neinum kring­um­stæðum liðin hjá Ferða­fé­lagi Ís­lands.“?
  4. Eru kvartanir um á­reitni, of­beldi og önnur at­vik skráð með skipu­lögðum hætti hjá fé­laginu? Yfir­lýsing um að sex slík at­vik hafi komið til kasta fé­lagsins á undan­förnum árum vekja upp þessa spurningu.
  5. Loks óska ég erfir skýrum svörum um hvort rétt sé, sem komið hefur fram í fjöl­miðlum, að fram­kvæmda­stjóri fé­lagsins og gjald­keri, Pétur Magnús­son, hafi hótað farar­stjóra og þolanda í tengslum við ó­sæmi­lega hegðun Péturs. Hvernig getur stjórn fé­lagsins látið slíkt við­gangast?