Thor Aspelund, prófessor í líf­tölu­fræði við Há­skóla Ís­lands, segir að reikni­líkan sem al­manna­varnir hafa komið upp vegna út­breiðslu kóróna­veirunnar hér á landi, sýni fram á að tekist hafi að hefta vöxt veirunnar hérlendis.

Thor tók fram á fundinum að mark­miðið með reikni­líkaninu væri fyrst og fremst að sjá fyrir álag á heil­brigðis­kerfið. Aldurs­dreifing smitaðra skipti miklu í á­lagi og reikni­líkanið sýni fram á að að­gerðir gegn út­breiðslu veirunnar séu að virka hér­lendis. Bar hann gögn al­manna­varna saman við rann­sókn á Ítalíu sem bendir til þess að far­aldurinn muni toppa á sama tíma á Ítalíu og á Ís­landi, þar sem þar hafi verið gripið seinna til við­bragða.

„Þetta er um álag á heil­brigðis­kerfið. Ekki endi­lega svo að spá ná­kvæm­lega hve margir hafa smitast. Því það skiptir líka máli á hvaða aldri maður er að smitast miðað við á­lagið á heil­brigðis­kerfið,“ segir Thor.

„Við viljum skilja hvað er að gerast í náinni fram­tíð, hvert við erum að stefna. Erum við að stefna á braut sem er ekki góð? Við viljum reyna að meta toppinn því við teljum að það verði við­snúningur, lífið fari aftur í gang eftir páska og júlí og júlí verði þá góðir. Við vonum það alla­vega.“

Hann benti á að líkanið væri ekki gripið úr tómu lofti. Það væri í notkun í far­aldurs­fræðum og verið prófað í Kína og fleiri löndum. Vöxturinn beri á­kveðið nafn, lógi­gískur vöxtur. Lýsir vel þróun far­aldursins, þar sem hvert land fylgir sínu ferli en svipuð lög­mál undir.

Líkanið kynnir árangurinn af að­gerðunum

„Það er mis­munandi vöxtur á milli landa. Ís­land er á á­kveðnu ferli. Sem er í takt svo sem við önnur lönd. Sum lönd í hægari vexti og sum í hraðari vexti. En við nýtum okkur upp­lýsingar frá öðrum löndum til að átta okkur á hvað er mögu­legt. En hvert land hefur auð­vitað sinn prófíl og sína stika í svona módeli.“

Thor bendir á að þriðja spáin um vöxt veirunnar hafi verið birt í gær.

„Fyrsta spáin var of lág. Önnur spáin var nokkuð há en þriðja mitt á milli. Svona gerist þetta stundum í vísindunum, til að ná ein­hvers­konar jafn­vægi. Spárnar sveiflast en sveiflurnar minnka með tíma. Þess vegna upp­færum við mjög hratt. Við upp­færum tvisvar til þrisvar í viku. Sjálf upp­færum við á hverjum degi. Viljum ekki birta of oft svo gögnin nái jafn­vægi á milli birtinga.

Þó fyrsta spáin hafi verið lág var það ekk­ki til þess að neinn færi að slaka á. Það var öfugt. Okkur fannst fyrsta spá of lág. Það var strax á­kveðið að vinna eftir svart­sýnustu spám, Líkanið kynnir árangurinn af að­gerðunum og styrkir fólk í að gera meira. Sem ég held að sé eina vitið.“

Thor segir reiknilíkanið sýna fram á heftan vöxt á Íslandi.
Fréttablaðið/Anton Brink

Ís­land að standa sig mjög vel - Veldis­vöxtur í New York

Því næst kynnti Thor sér­stak­lega hinn svo­kallaða veldis­vöxt sem er megin­þráðurinn í reikni­líkani al­manna­varna. Birtist skýringar­mynd sem sýndi heil­brigðis­starfs­menn reyna að toga niður vöxtinn.

„Hann fer ró­lega af stað en ef hann nær flugi án þess að ein­hver hefti hann, rýkur hann upp í sam­fé­laginu. Við sjáum þennan veldis­vöxt í löndunum í kringum okkur. New York borg til dæmis. Þar er veldis­vöxtur,“ segir Thor.

„En hvað gerist ef við náum að toga í þennan veldis­vöxt og breyta stefnunni?“ spyr Thor.

„Það er það sem hefur svo lukku­lega gerst hérna. Okkar ferill er þessi blái. Appel­sínu­guli ferillinn sem örin bendir á, er veldis­vöxtur sem er takt við það sem var að gerast hér í upp­hafi far­aldursins. Til­vikin væru marg­falt fleiri.

Upp­söfnuð smit fylgja í raun þessu blá ferli. Sem er eins og teygt S. Þessi lógístiskti vöxtur. Það er búið að losa okkur úr veldis­vextinum og setja okkur inn á aðra braut. Sem vonandi verður til þess að þessi dreifing minnkar í þjóð­fé­laginu og okkur tekst að hemja far­aldurinn.“

Thor segir ljóst að Ís­land hafi staðið sig mjög vel. Ís­lendingar séu lang­mest að skima fyrir veirunni á heims­vísu, á­samt frændum okkar í Fær­eyjum.

„Ís­land er raun­veru­lega að standa sig mjög vel. Meðal­aukningin er með því lægsta í Evrópu. Mikil­vægt að það komi fram. Að­gerðirnar skipta máli. Þær skipta máli því við vitum lang­mest hvað er að gerast. Ekki eins og við séum með lokuð augun. Við erum að mæla sjúk­dóminn lang­mest af öllum og frændur okkar Fær­eyjar.

Þetta graf sýnir að við erum efst í hægra horninu með Fær­eyingum. Að mæla lang­mest. Það er al­gjör gæfa að þessi stefna hafi verið tekin hérna. Og sam­starfið við Íslenska erfðagreiningu. Ég ætla að hrósa því.“

„Fólk er að ná sér og það er við­snúningur“

Þá sýndi Thor gögn al­manna­varna um virk smit. Tók hann dæmi um virk smit í gær sem voru 669. Benti hann á að 68 manns hefði batnað á sama tíma. Benti hann á að slík virk smit nái á­kveðnum toppi og byrji svo að fara niður aftur.

„Margir spyrja hvort það sé raun­hæft. Við teljum það miðað við sögu slíkra far­aldra. Við erum ekki þau einu sem spá svona. Margir aðrir. Við kannski frekar snemma í því,“ segir hann.

Hann segir að sjúkra­hús­legur komi líka fram í líkaninu. Þær sé mikil­vægt að skoða, enda aðal­mark­mið líkansins að mæla á­lagið á heil­brigðis­kerfið. Í gær hafi verið tvær virkar sjúkra­hús­legur á Ís­landi.

Tekist hafi að halda smituðum í yngri aldurs­hópum á Ís­landi. Sýndi hann meðal annars graf frá Suður-Kóreu sem sýndi að sjúkra­hús­legur þar í landi og benti á að þeim hefði fækkað.

„Við verðum að muna að þeir sem hafa smitast á Ís­landi eru til­tölu­lega ungir miðað við önnur lönd,“ segir Thor. „Aldurs­dreifing smitaðra á Ís­land er enn mjög hag­stæð. Lítið af smitum greindum hjá eldra fólki. Mikil­vægt að halda í þessa dreifingu sem lengst. Því á­hættan eykst snar­lega með aldri.“

„Það er svona þróun, við höfum séð svona toppa annars­staðar, mjög skýrt í Suður-Kóreu. Þetta graf sýnir bláu súlurnar. Þær ná toppi. Þannig þessi far­aldur gengur yfir.“

Þá ræddi Thor jafn­framt nýja rann­sókn á Ítalíu en þar spá vísinda­menn því að smit muni toppa þar í landi á sama tíma og al­manna­varnar­deild spáir því að þau muni toppa hér á landi, rétt fyrir páska.

„Að­eins önnur að­ferða­fræði en hún spáir því að toppnum verði náð á Ítalíu á sama tíma og við erum að spá fyrir Ís­land. Rétt fyrir páska. Þessi líkana­gerð virkaði vel aftur­virk á Kóreu­gögnin. Aftur ná þeir að spá nokkuð vel svona toppi, á réttum tíma,“ segir Thor.

„Í Kína hefur líka orðið við­snúningur. Þar er fólk að ná sér. Þeirra gögn sýna, þarna eru upp­safnaðar spítala­legur. Þeir líka gefa á sama grafi virkar spítala­legur með því að lita með gulu þá sem eru inni á spítala og bláu þá sem hafa út­skrifast. Sem betur fer þá minnkar og minnkar gula svæðið með tímanum. Bláu súlurnar stækka. Þannig fólk er að ná sér og það er við­snúningur. “

Í saman­tekt sinni bendir Thor á að að­gerðirnar eru að skila árangri, Ís­lendingum sé að takast að hefta vöxtinn. Þá minnir hann á að aldurs­sam­setning þeirra sem greinast er okkur hag­stæð núna.
Minnsta breyting yfir í smit til eldra fólks leiðir til meira á­lags á heil­brigðis­kerfið en saman getum við hægt á þróun far­aldursins