And­leg líðan ís­lenskra ung­menna versnaði til muna í kórónu­veirufar­aldrinum, sér­stak­lega meðal stúlkna. Þetta kemur fram í rann­sókn sem gerð var á 59.000 ís­lenskum ung­lingum, og unnin var af teymi ís­lenskra og banda­rískra at­ferlis- og fé­lags­vísinda­manna.

Rann­sóknin, sem birtist í blaðinu The Lancet Psychia­try í dag, er sú fyrsta sem kannar og skrá­setur breytingar á and­legri heilsu ung­linga byggðar á aldri og kyni á tímum heims­far­aldurs CO­VID-19, saman­borið við tölur sem áður höfðu sýnt aukna and­lega van­líðan og safnað var fyrir far­aldurinn.

„Við tókum eftir því við greiningu síðustu rann­sóknar­niður­staðna að þung­lyndis­ein­kenni ung­menna mælast meiri en áður og að and­leg heilsa þeirra er verri. Í far­aldrinum hefur þó dregið úr neyslu vímu­efna en í gögnum okkar getum við borið saman sama aldurs­hóp fyrir og eftir far­aldurinn,“ segir Ingi­björg Eva Þóris­dóttir, sér­fræðingur hjá Rann­sóknum og greiningu og einn af höfundum greinarinnar.

Þar að auki, sýndi rann­sóknin að munur var á aldri og kyni hvað varðar líðan ung­menna í far­aldrinum en far­aldurinn virðist hafa haft mun nei­kvæðari á­hrif á and­lega heilsu stúlkna á aldrinum 13-18 ára en drengja á sama aldri. Rann­sóknin leiddi einnig í ljós að dregið hefur úr sígarettu reykingum, raf­rettu­notkun og á­fengis­neyslu á meðal 15-18 ára barna í far­aldrinum.

„Hins vegar, er mögu­legt að minnkandi á­fengis­neysla sé ó­bein af­leiðing af aukinni ein­angrun, sem getur virkað eins og verndandi þáttur og dregið úr vímu­efna­neyslu til lengri tíma,“ segir ávef Rann­sókna og greiningar.

Sterk tengsl á milli félagslegra þátta og heilsu

Álf­geir L. Kristjáns­son, sér­fræðingur hjá Rann­sóknum og greiningu og kennari við lýð­heilsu­deild West Virginia Uni­versity og með­höfundur greinarinnar segir niður­stöðuna sýna „að sterk tengsl séu á milli fé­lags­legra þátta annars vegar og heilsu og vel­líðunar ung­menna hins vegar sem gerir það nauð­syn­legt að við­halda sterku stuðnings­neti í kringum þau.“

Lancet Psychia­try greinin sýni þetta sam­band á skýran hátt í niðu­stöðum sem ná til ung­menna heillar þjóð.

Niður­stöður rann­sóknarinnar eru þær að að­gerðir sem ætlað er að draga úr nei­kvæðum á­hrifum far­aldursins á and­lega líðan ung­menna gætu hjálpað til við að bæta fram­tíðar­horfur þeirra.