Sam­fylkingin gerir ráð fyrir að fram­boðs­listar flokksins fyrir Al­þingis­kosningarnar á næsta ári verði til­búnir snemma á næsta ári í báðum Reykja­víkur­kjör­dæmunum en at­hygli vekur að notast er við­ hina svo­kölluðu „sænsku leið“ og verður því ekki efnt til próf­kjörs.

Upp­stillinga­nefnd hefur nú verið falið að ganga frá fram­boðs­listum Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík fyrir kosningarnar en sam­kvæmt til­kynningu um málið verða niður­stöður könnunar meðal fé­lags­fólks um væn­lega fram­bjóð­endur höfð til hlið­sjónar við til­nefningarnar.

Miðað við að tilnefningum og könnun ljúki fyrir jól

Full­trúa­ráð Sam­fylkingar­fé­laganna í Reykja­vík, FSR, sam­þykkti á fundi sínum þann 26. nóvember síðast­liðinn að þessi leið yrði farin en kallað verður eftir til­nefningum frá flokks­fé­lögum í Reykja­vík og spurt hvaða fólk þau vilji sjá í efstu sætum listanna.

Að því loknu fer fram könnun þar sem fólk merkir við þá sem þeim hugnast best en niður­stöður könnunarinnar verða ekki birtar opin­ber­lega. Miðað er við að til­nefningum og könnuninni ljúki fyrir jól.