„Þetta eru bóta­kröfur sem eru bara reiknaðar út frá dóma­for­dæmum,“ sagði Páll Rúnar M. Kristjáns­son, lög­maður fjöl­skyldu Tryggva Rúnars, í sam­tali við Frétta­blaðið en Tryggvi Rúnar var dæmdur í þrettán ár í fangelsi vegna aðildar að Guð­mundar- og Geir­finns­málinu árið 1980.

Upp­hæð kröfunnar verður yfir einum milljarð króna en hún er á­kveðin út frá því hversu lengi hann sat inni. Páll segir allar bóta­kröfurnar séu unnar upp úr því hversu lengi hver og einn sat inni og því verði þær allar á svipuðum nótum.

Kristján Viðar fer fram á 1,6 milljarð

Kristján Viðar Júlíus­son var dæmdur í sex­tán ára fangelsi fyrir málið en hann krefst í kringum 1,6 milljarð króna í bætur en bóta­krafan var send fyrsta ágúst á þessu ári.

Að sögn Arnars Þórs Stefáns­sonar, lög­manns Kristjáns Viðars, er sú bóta­krafa einnig reiknuð út frá lengd dómsins og því eðli­legt að bætur Kristjáns séu hærri en hjá fjöl­skyldu Tryggva Rúnars.

Bótakröfurnar í kringum fjóra milljarða í heildina

Líkt og áður hefur komið fram hefur Guð­jón Skarp­héðins­son krafist rúm­lega 1,3 milljarða í bætur og eru því bótakröfurnar sem komið hafa fram í kringum fjóra milljarða. Ekki náðist í lög­menn Alberts Khlans Skafta­sonar og fjöl­skyldu Sæ­vars Ciesi­elskis varðandi þeirra bóta­kröfur við vinnslu þessarar fréttar.