Farið verður fram á framlengingu gæsluvarðhalds í máli fjórmenningana sem handteknir voru vegna gruns um aðild að stórfelldu fíkniefnamáli. Lagt var hald á tugi kílóa fíkniefna við rannsókn málsins.

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn málsins miði vel en vildi lítið segja um þróun mála „Ekki annað en það sem komið hefur fram í tilkynningum. Rannsóknin gengur ágætlega,“ segir Grímur.

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar.
Fréttablaðið/Anton Brink

Grímur telur þetta eðlilega þróun mála en farið sé fram á viðbótar gæsluvarðhald í svokallaðri almennri hagsmunagæslu „Þetta er tiltölulega eðlilegt í svona málum. Við fengum fjórar vikur í upphafi og fáum svo líklegast aðrar fjórar vikur í viðbót,“ segir Grímur

Rann­sókn málsins hefur staðið yfir undan­farna mánuði, en að henni koma em­bætti lög­reglu­liðanna á höfuð­borgar­svæðinu, Suður­nesjum, ríkis­lög­reglu­stjóra og héraðs­sak­sóknara.