Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu mun fara fram á á­fram­haldandi gæslu­varð­hald yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið ná­granna sínum að bana fyrir utan heimili hans að Barða­vogi þann 4. júní síðast­liðinn. Vísir greindi fyrst frá.

Gæslu­varð­haldi lýkur á morgun. Þetta stað­festi Grímur Gríms­son, yfir­maður mið­lægrar rann­sóknar­deildar lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Að sögn Gríms mun lög­reglan gera kröfu um gæslu­varð­hald yfir manninum í fjórar vikur til við­bótar, á grund­velli al­manna­hags­muna.

Maðurinn hefur setið í gæslu­varð­haldi frá 5. júní síðast­liðnum, en miðað er við að gefa þurfi út á­kæru innan tólf vikna frá því hann var fyrst úr­skurðaður í gæslu­varð­hald.

„Rann­sókn hefur gengið á­gæt­lega og miðað vel. Við búumst við því að á­kæru­valdið muni fá málið inn á borð til sín á næstu vikum til á­kvörðunar,“ segir Grímur.

Hinn grunaði er á þrí­tugs­aldri, en hann og hinn látni voru ná­grannar í Barða­vogi.

Lög­regla fékk til­kynningu um líkams­á­rás fyrir utan hús við Barða­vog um hálf átta að kvöldi þann 4. júní síðast­liðinn. Þegar lög­regla og sjúkra­flutninga­menn komu á vett­vang var sá sem varð fyrir á­rásinni með­vitundar­laus og andaði ekki. Endur­lífgunar­til­raunir hófust sam­stundis, en án árangurs.

Hinn grunaði var á staðnum þegar lög­reglu bar að garði og var hann hand­tekinn og fluttur á lög­reglu­stöð. Þá var hann leiddur fyrir dómara og úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir.