Að­stand­endur 34 ára karl­manns, Jacob Whaley, eru allt annað en sáttir við vinnu­brögð lög­reglu eftir að Jacob festi bíl sinn í mikilli snjó­komu skammt frá bænum Lou­isa í Virginíu­ríki á mánu­dag í síðustu viku.

Lík Jacobs fannst á fimmtu­dag en þá hafði hans verið leitað frá því á mánu­dag.

Í frétt New York Post kemur fram að Jacob hafi fest bif­reið sína og til­kynnt að­stand­endum sínum að hann ætlaði að labba heim. Leiðin sem um ræðir var nokkuð löng, eða tæpir tíu kíló­metrar, og var veður á þessum slóðum vont.

Hann var í reglu­legu sam­bandi við að­stand­endur sína en þegar ekki náðist lengur í hann var haft sam­band við lög­reglu. Lög­reglu­menn komu á staðinn skömmu síðar en fundu Jacob ekki í fljótu bragði og í stað þess að kalla út leitar­flokka lét lög­regla staðar numið. Það var svo á fimmtu­dag að lík hans fannst, ekki ýkja langt frá þeim stað sem að­stand­endur hans höfðu síðast heyrt frá honum.

Shann­on Whaley, móðir Jacobs, segist í sam­tali við New York Post vera mjög ó­hress með vinnu­brögð lög­reglu í málinu. „Það eina sem þeir þurftu að gera var að fara út og kalla eftir honum,“ segir hún. Angela Whil­ey, systir Jacobs, segir að við­bragðs­leysi lög­reglu hafi stuðlað að því að hann varð úti.

Lög­regla brást við gagn­rýninni með al­mennri yfir­lýsingu þess efnis að manns­hvörf væru á­vallt tekin al­var­lega. Lög­regla tjáði sig þó ekki efnis­lega um mál Jacobs.