Austin Eubanks sem komst lífs af úr skotárásinni í Columbine-menntaskólanum árið 1999 fannst látinn á heimili sínu á laugardag. BBC greinir frá.

Austin var í árásinni skotinn í höndina og hnéð en lifði hana þó af. Í henni létust tólf bekkjarfélagar hans og kennari.

Hann varð háður eiturlyfjum eftir að hafa tekið verkjalyf í batafreli sínu eftir árásina. Ekki er talið að lát hans hafi borið að með saknæmum hætti en hann var aðeins 37 ára gamall.

Austin hefur lengi talað fyrir opnari umræðu um hið gríðarlega vandamál sem eiturlyfjafíkn er. Fjölskylda hans hefur sagt að hann hafi „tapað baráttunni við sjúkdóminn sem hann hafi sjálfur reynt að hjálpa öðrum að sigrast á.“

Nýlega var þess minnst að tuttugu ár voru liðin frá árásinni í Columbine en þann 7. maí síðastliðinn var gerð skotárás í grunnskóla skammt frá Columbine þar sem 18 ára drengur lést.