Emma Patti­son, 45 ára rektor Ep­som-há­skólans í Sur­rey á Bret­landi, fannst látin í gær á­samt eigin­manni sínum, Geor­ge, og sjö ára dóttur, Letti­e. Breska ríkis­út­varpið, BBC, greinir frá þessu.

Líkin fundust í byggingu á lóð skólans og segir lög­regla að flest bendi til þess að um ein­angrað til­vik hafi verið að ræða, ekki leiki grunur á að ein­hver utan­að­komandi hafi átt þátt í dauða þeirra.

Ep­som er einka­rekinn há­skóli og varð Emma í septem­ber síðast­liðnum fyrsta konan til að verða rektor hans. Hún var áður yfir­kennari Croydon-skólans í suður­hluta Lundúna.

Eigin­maður Emmu, Geor­ge, var 39 ára endur­skoðandi og fram­kvæmda­stjóri hjá fyrir­tæki sem heitir Tang­lewood. Í frétt BBC kemur fram að rann­sókn á málinu standi yfir.