Emma Pattison, 45 ára rektor Epsom-háskólans í Surrey á Bretlandi, fannst látin í gær ásamt eiginmanni sínum, George, og sjö ára dóttur, Lettie. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu.
Líkin fundust í byggingu á lóð skólans og segir lögregla að flest bendi til þess að um einangrað tilvik hafi verið að ræða, ekki leiki grunur á að einhver utanaðkomandi hafi átt þátt í dauða þeirra.
Epsom er einkarekinn háskóli og varð Emma í september síðastliðnum fyrsta konan til að verða rektor hans. Hún var áður yfirkennari Croydon-skólans í suðurhluta Lundúna.
Eiginmaður Emmu, George, var 39 ára endurskoðandi og framkvæmdastjóri hjá fyrirtæki sem heitir Tanglewood. Í frétt BBC kemur fram að rannsókn á málinu standi yfir.