Lík tví­tugrar stúlku, Emily Sot­elo, fannst í hlíðum Lafa­y­ette-fjalls í New Hamps­hire í Banda­ríkjunum á mið­viku­dag, þremur dögum eftir að til­kynnt var um hvarf hennar.

Emily, sem stundaði nám við Vander­bilt-há­skólann, hugðist ganga ein á fjallið síðast­liðinn sunnudag en þegar hún hafði ekki skilað sér til baka um kvöldið hófst um­fangs­mikil leit.

Í frétt NBC kemur fram að Emily hafi að líkindum villst og orðið úti enda var þó nokkuð kalt og vinda­samt á svæðinu á sunnu­dag. Slæmt veður gerði björgunar­sveitum einnig erfitt fyrir en lík hennar fannst hennar sem fyrr segir á mið­viku­dag, sama dag og Emily hefði fagnað tuttugu ára af­mæli sínu.

David Walsh, land­vörður á svæðinu, segir að draga megi lær­dóm af þessu sorg­lega dauðs­falli. Hvetur hann fólk sem hyggst ganga um svæðið að kynna sér veður­spár áður en haldið er af stað, klæða sig eftir veðri, taka með auka­föt og ekki gleyma að taka með sér vatn og næringu.