Veg­farandi í mið­bæ Reykja­víkur kallaði til lög­reglu laust fyrir klukkan sex í morgun eftir að hafa komið að konu illa haldinni og liggjandi úti á gang­stétt. Konan var illa klædd og ó­sjálf­bjarga af kulda þegar lög­reglu­menn bar að og var flutt á bráða­mót­tökuna í Foss­vogi til að­hlynningar. 

Þetta kemur fram í frétta­skeyti lög­reglunnar, en ekki er tekið fram hver líðan konunnar er nú. 

Þá segir í skeytinu að tals­vert hafi verið um skemmdar­verk á bílum í morgun. Um klukkan átta í morgun var rúða brotin í bíl, og aftur um klukkan tíu þegar rúður voru brotar í að minnsta kosti fjórum bílum.