Tæp­lega tveggja ára stúlka fannst á lífi í gær eftir að hafa verið týnd í rúss­neskum skógi í fjóra daga. Stúlkan, Ljúda Kúzína að nafni, hafði ráfað burt frá móður sinni í Smo­l­ensk­fylki skammt frá Moskvu. Höfðu mæðgurnar verið í sumar­bú­stað föl­skyldunnar í héraðinu Tjom­kins­kí og hafði Ljúda þá álpast út í skóg á meðan móðir hennar skrapp yfir til ná­grannans.

Hundruðir leituðu að stúlkunni, kafarar leituðu í vatns­bólum þar nærri en fundu ekkert. Það var ekki fyrr en á fjórða degi sem einn sjálf­boða­liðanna heyrði „tíst“ og fann þá Ljúdu undir greinum. Hún hafði verið án vatns og matar í fjóra daga og var þakin skor­dýra­bitum en var annars heil á húfi.

„Hún er núna stað­ráðin í að ætla aldrei að hlaupa burt frá mömmu sinni framar,“ sagði móðirin, Antónía Kúzína, við dag­blaðið Kom­so­mol­skaja Pra­vda. „Ekki veit ég nú hvað hún á eftir að muna eftir því lof­orði lengi. En hún segir það alla­vega.“