Innlent

Fann sprengjuodd í jóla­hrein­gerningunni

Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar fjarlægði sprengjuodd af heimili íbúa í Reykjanesbæ í gær. Íbúinn fann sprengjuoddinn við jólahreingerningu upp á háalofti.

Sprengjuoddurinn er frá varnarliðinu og var sem betur fer óvirkur og hættulaus Mynd/Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Íbúi í Reykjanesbæ byrjaði jólahreingerninguna heima hjá sér bókstaflega „með sprengju“. Íbúinn var að hreinsa til á háaloftinu heima hjá sér og fann gamlan sprengjuodd frá varnarliðinu.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum greinir frá því á Facebook-síðu sinni að íbúinn hafi um leið haft samband við lögregluna sem kallaði til sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar.

Sprengjudeildin skoðaði sprengjuoddinn á vettvangi og fjarlægði hann en oddurinn reyndist vera óvirkur og hættulaus.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum beinir því til almennings að finni fólk slíka hluti skuli fara varlega um þá, því saga þeirra og virkni sé ekki þekkt. Ekki eigi að meðhöndla hlutina heldur hringja rakleiðis á lögreglu.

Færslu lögreglunnar er hægt að sjá hér að neðan. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

For­maður ASÍ: „Verður ekki til að liðka fyrir við­ræðum“

Innlent

Sól­veig Anna um til­lögurnar: „Ljóst hvert stefnir“

Innlent

Vil­hjálmur afar von­svikinn: „Þetta var bara það sem lá fyrir“

Auglýsing

Nýjast

Telja allt að tólf hafa orðið undir snjó­­flóði

Leggja til nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk

„Allar kjara­­deilur leysast að lokum“

Ætla í verk­fall og vilja að Ís­land lýsi yfir neyðar­á­standi

Þungar áhyggjur af þróun viðræðna

Yfir­lýsing: „Til­lögur stjórn­valda gera þær vonir að engu“

Auglýsing