Innlent

Fann sprengjuodd í jóla­hrein­gerningunni

Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar fjarlægði sprengjuodd af heimili íbúa í Reykjanesbæ í gær. Íbúinn fann sprengjuoddinn við jólahreingerningu upp á háalofti.

Sprengjuoddurinn er frá varnarliðinu og var sem betur fer óvirkur og hættulaus Mynd/Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Íbúi í Reykjanesbæ byrjaði jólahreingerninguna heima hjá sér bókstaflega „með sprengju“. Íbúinn var að hreinsa til á háaloftinu heima hjá sér og fann gamlan sprengjuodd frá varnarliðinu.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum greinir frá því á Facebook-síðu sinni að íbúinn hafi um leið haft samband við lögregluna sem kallaði til sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar.

Sprengjudeildin skoðaði sprengjuoddinn á vettvangi og fjarlægði hann en oddurinn reyndist vera óvirkur og hættulaus.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum beinir því til almennings að finni fólk slíka hluti skuli fara varlega um þá, því saga þeirra og virkni sé ekki þekkt. Ekki eigi að meðhöndla hlutina heldur hringja rakleiðis á lögreglu.

Færslu lögreglunnar er hægt að sjá hér að neðan. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Gul stormviðvörun á morgun

Innlent

Lægri fast­eigna­skattur og hærri syst­kina­af­sláttur

Innlent

Vegagerðin vill Þ-H þrátt fyrir nýja greiningu

Auglýsing

Nýjast

Varð fyrir 500 kílóa stálbita

„Hefði orðið upplausn í Bretlandi“

Stóð af sér tillögu um vantraust með góðum meirihluta

Cohen í þriggja ára fangelsi

Ætlar ekki í gegn um aðrar þingkosningar

Meira en 50 karlar keyptu vændi af fatlaðri konu

Auglýsing