Fangelsismál

Fangi á Kvíabryggju svipti sig lífi

​Fangi svipti sig lífi á Kvíabryggju í dag. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Lögreglan rannsakar dauðsfallið.

Lögreglan rannsakar dauðsfall í fangelsinu Kvíabryggju. Fréttablaðið/Pjetur

Fangi svipti sig lífi á Kvíabryggju í dag samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Lögreglan rannsakar dauðsfallið. Páll Winkel, fangelsismálastjóri staðfesti dauðsfallið í samtali við blaðið nú í kvöld. Samkvæmt heimildum fannst hinn látni í fjárhúsi Kvíabryggju síðdegis í dag. Að sögn Páls er málið komið í hendur lögreglu sem hefur hafið rannsókn á því. „Það er lögreglu að gefa upp frekari upplýsingar, við erum búin að gera það sem að okkur snýr. Okkar fyrsti forgangur er að sinna starfsfólki og vistmönnum.“

Ef um sjálfsvíg er að ræða mun það vera annað sjálfsvíg innan íslenskra fangelsa innan við ári og það sjötta frá árinu 2001.

Búið er að tilkynna aðstandendum hins látna og kalla til prest og sálræna aðstoð á Kvíabryggju.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fangelsismál

Von á skýrslu um heil­brigðis­mál fanga

Fangelsismál

Geðheilbrigðismál í fangelsum eru í rúst

Fangelsismál

Veist að starfs­manni barna­verndar

Auglýsing

Nýjast

Erlent

Írar kjósa frelsið

Kosningar 2018

„Við vorum kryddið í kosninga­bar­áttunni“

Innlent

Yngstu frétta­menn landsins halda fram­bjóð­endum á tánum

Kosningar 2018

Hætt við að mörg at­kvæði falli niður dauð

Innlent

Kjörsókn í borginni betri en fyrir fjórum árum

Kosningar 2018

Segir kjósendur VG ekki láta rigninguna á sig fá

Auglýsing