Fangelsismál

Fangi á Kvíabryggju svipti sig lífi

​Fangi svipti sig lífi á Kvíabryggju í dag. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Lögreglan rannsakar dauðsfallið.

Lögreglan rannsakar dauðsfall í fangelsinu Kvíabryggju. Fréttablaðið/Pjetur

Fangi svipti sig lífi á Kvíabryggju í dag samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Lögreglan rannsakar dauðsfallið. Páll Winkel, fangelsismálastjóri staðfesti dauðsfallið í samtali við blaðið nú í kvöld. Samkvæmt heimildum fannst hinn látni í fjárhúsi Kvíabryggju síðdegis í dag. Að sögn Páls er málið komið í hendur lögreglu sem hefur hafið rannsókn á því. „Það er lögreglu að gefa upp frekari upplýsingar, við erum búin að gera það sem að okkur snýr. Okkar fyrsti forgangur er að sinna starfsfólki og vistmönnum.“

Ef um sjálfsvíg er að ræða mun það vera annað sjálfsvíg innan íslenskra fangelsa innan við ári og það sjötta frá árinu 2001.

Búið er að tilkynna aðstandendum hins látna og kalla til prest og sálræna aðstoð á Kvíabryggju.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fangelsismál

Lokuð inni og bíður eftir niðurstöðu ráðuneytisins

Fangelsismál

Þurfum að nálgast þetta af um­hyggju

Fangelsismál

Gerður brott­rækur frá námi eftir að hafa farið á Face­book

Auglýsing

Nýjast

Aron og Hekla vinsælustu nöfnin 2018

Listamenn segja Seðlabankann vanvirða listina með púrítanisma

Vegagerðin „afturkallar“ óveðrið

Flestir læknar upp­lifa truflandi van­líðan og streitu

Tómas segir rafrettum beint að börnum

Hægt að skilja um­búðirnar eftir til endur­vinnslu

Auglýsing