Mjanmar

Fangelsuð fyrir að smána herinn

Stjórnvöld í Mjanmar dæmdu mótmælendur í hálfs árs fangelsi. ESB fordæmir dóminn.

Þjáningarnar í Kachin-ríki eru miklar. Nordicphotos/AFP

Dómstóll í Mjanmar dæmdi þrjá aðgerðarsinna í fangelsi í gær fyrir að hafa smánað herinn. Dómurinn þykir til marks um harðnandi aðgerðir stjórnvalda gegn tjáningarfrelsi og stjórnarandstöðu. Þremenningarnir fengu hálfs árs fangelsisdóm.

Umræddir mótmælendur, Lum Zawng, Nang Pu og Zau Jat, tóku þátt í mótmælum í Kachin-ríki Mjanmar í apríl þar sem herinn hefur verið að berjast gegn sjálfstæðisher Kachin, samansettum úr hermönnum þjóðflokka svæðisins. Alls hafa um 6.000 flúið heimili sín vegna átakana.

Doi Bu, lögmaður dæmdu, sagði samkvæmt Reuters að mótmælendurnir hefðu til að mynda sagt að herinn heimilaði fólki ekki að yfirgefa átakasvæðið og að herinn hótaði fólki sem væri að hugsa um að flýja.

Evrópusambandið fordæmdi dóminn í yfirlýsingu í gær og hvatti stjórnvöld til þess að endurhugsa afstöðu sína. „Þessar fréttir eru áhyggjuefni fyrir almenna borgara í Mjanmar. Mótmæli í þágu friðar og fólks sem situr fast á átakasvæði ættu ekki að vera glæpur,“ sagði til að mynda í yfirlýsingunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Mjanmar

Dómur yfir Reuters-blaðamönnum staðfestur

Mjanmar

Stuðningur við fangelsaða blaðamenn Reuters

Mjanmar

Mjanmar varar við út­lendum af­skiptum

Auglýsing

Nýjast

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Auglýsing