Þrír menn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur gær dæmdir sekir fyrir innherjasvik með því að að nýta sér ólöglega trúnaðarupplýsingar úr rekstri Icelandair við viðskipti með hlutabréf í félaginu.

Sá sem hlaut harðasta dóminn, þriggja og hálfs ára fangelsi, var Kristján Georg Jósteinsson. Annar meðsakborninga Kristjáns, fyrrverandi starfsmaður Icelandair og svokallaður fruminnherji vegna aðgangs að upplýsingum hjá félaginu, var dæmdur í átján mánaða fangelsi og sá þriðji í fjögurra mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið. Að auki er þeim gert að sæta upptöku fjármuna sem þeir komust yfir með glæpum sínum. Er þar um að ræða samtals um 53 milljónir króna.

„Báðir gáfu ákærðu skýringar á samskiptum og tölvupóstum sem dóminum þóttu ekki trúverðugar og á köflum hjákátlegar og samhengislausar,“ segir í dóminum um samskipti tveggja fyrstnefndu mannanna. „Eru skýringar þeirraað engu hafandi.“