Fangelsismálastofnun hefur tímabundið lokað fyrir heimsóknir gesta og ferðir fanga úr fangelsum af sóttvarnaástæðum.

Er um að ræða tímabundnar ráðstafanir til að draga úr líkum á dreifingu COVID-19 í fangelsum landsins.

„Starfsemin er viðkvæm og mikilvægt að gera allt sem mögulegt er til þess að tryggja órofinn rekstur og um leið öryggi vistmanna og starfsmanna,“ segir í tilkynningu.

Vonast er til að þessar hömlur gildi í stuttan tíma en slíkt sagt ráðast af frekari þróun faraldursins sem og viðbragðsstigi almannavarna.

Á blaðamannafundi stjórnvalda í dag voru kynntar hertari sóttvarnaraðgerðir í ljósi þeirra hópsýkinga sem greinst hafa síðustu daga.