Héraðs­dómur Reykja­ness hefur dæmt karl­mann í fimm­tán mánaða fangelsi fyrir sér­stak­lega hættu­lega líkams­á­rás sem átti sér stað í Reykja­nes­bæ þann 11. septem­ber 2018.

Maðurinn var á­kærður fyrir að veitast að öðrum manni með hníf og stinga hann í vinstri upp­hand­legg og tví­vegis í lær. Á­rásin átti sér stað inni í bif­reið en auk þess var maðurinn á­kærður fyrir að hóta fórnar­lambi sínu líf­láti ef hann leitaði til lög­reglu.

Maðurinn játaði sök fyrir dómi en hann hefur nokkrum sinnum komist í kast við lögin, meðal annars vegna um­ferðar­laga­brota og brota gegn fíkni­efna­lögum.

Við á­kvörðun refsingar var litið til þess að á­rásin var sér­stak­lega háska­leg en einnig til þess að maðurinn hafi gert veru­lega breytingu á högum sínum eftir at­vikið fyrir tæpum fjórum árum. Fimm­tán mánaða fangelsi var niður­staðan og eru tólf mánuðir skil­orðs­bundnir.

Þar að auki var manninum gert að greiða fórnar­lambi sínu 600 þúsund krónur í bætur.