Fangar í fangelsinu á Hólmsheiði verða bólusettir á morgun. Frá þessu greinir Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, á Facebook-síðu sinni.

Fangar á Litla Hrauni voru bólusettir í síðustu viku og samþykktu um 80 prósent fanga að fá bólusetningu.

Ekki hefur verið ákveðið hvernig bólusetningu nýrra fanga verður háttað. Ekki er hægt að geyma bóluefni til langs tíma í fangelsum að því er segir á Facebook-síðu Afstöðu.