Það voru fjór­tán og fimm­tán ára gömul börn sem báru á­byrgð á eigna­spjöllum á Hellu, þegar skorið var niður alla regn­boga­fánanna í bænum. Þetta kemur fram á vef lög­reglu.

Frétta­blaðið greindi frá málinu fyrr í vikunni og sögðu odd­viti sveitar­­stjórnar Rang­ár­þings ytra og stað­­gengill sveitar­­stjóra málið hið leiðin­­legasta. Lög­reglan sagði verknaðinn ekki haturs­­glæp heldur skemmdar­­verk sem tengdist fánunum ekki sem slíkum og hafa um­­­mælin vakið tals­verð við­­brögð fólks á sam­­fé­lags­­miðlum.

Við rann­sókn málsins kom í ljós að þarna höfðu nokkur fjór­tán og fimm­tán ára gömul börn verið að verki. Málið telst nú upp­lýst og í hefð­bundnu af­greiðslu­ferli hjá lög­reglu og barna­vernd.