Þýsk kona sem þóttist vera læknir hefur verið dæmd í lífs­tíðar­fangelsi eftir að hafa valdið dauða hjá nokkrum sjúk­lingum sem hún sá um. AP greinir frá þessu.

Konan, sem er 51 árs, starfaði sem svæfinga­læknir, en sam­kvæmt þýskum per­sónu­verndar­lögum hefur nafn hennar ekki verið getið.

Dómarar við héraðs­dóminn í Kassel sögðu konuna hafa valdið dauða hjá þremur sjúk­lingum sínum, fleiri sjúk­lingar urðu fyrir al­var­legum skaða eftir að hafa fengið þjónustu hjá lækninum.

Konan hefur dæmd í lífs­tíðar­fangelsi fyrir þrjú mann­dráp og tíu aðrar til­raunir til mann­dráps. Dómararnir lögðu á­herslu á al­var­leika glæpa hennar en það mun gera erfitt fyrir henni ef hún vill losna á reynslu­lausn eftir fimm­tán ár, en það er tíminn sem fólk sem fær lífs­tíðar­fangelsi verður að bíða áður en það fær mögu­leika á reynslu­lausn.

Konan er sökuð um að hafa gefið sjúk­lingum sínum röng deyfi­lyf og ranga skammta af þeim lyfjum. Hún er einnig sökuð um hafa ekki með­höndlað blóð­eitrun og á að hafa verið á­byrg fyrir klukku­stunda súr­efnis­skorti sjúk­lings sem og skemmdum á hjarta- og æða­kerfi og líf­færa­bilun hjá sjúk­lingum.