Héraðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í vikunni mann í 60 daga ski­lorðs­bundið fangelsi fyrir að hafa falsað af­rit af hæfni­prófi í því skyni að fá endur­út­gefið flug­liða­skír­teini. 

Í dómi héraðs­dóms segir að maðurinn hafi lagt fram falsað af­rit af hæfni­prófi fyrir BD-700 tegundar­á­ritun til Sam­göngu­stofu í því skyni að fá BD-700 flug­liða­skír­teini án þess að hafa lokið til­skilinni upp­rifjunar­þjálfun hjá sam­þykktu þjálfunar­fyrir­tæki. 

Maður­inn hafði lokið hæfni­­prófi fyr­ir CL604/605 teg­und­ar­á­rit­un hjá sam­þykktu þjálf­un­ar­­fyr­ir­­tæki, en falsaði af­­rit af hæfni­­próf­inu þannig að það leit út fyr­ir að vera hæfni­­próf fyr­ir BD-700 teg­und­ar­á­rit­un. 

Maðurinn sótti ekki dóm­þing og var sömu­leiðis ekki for­falla­ður. Hann hefur áður gengist við sátt vegna tolla­laga­brots.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur.