Þrátt fyrir að CO­VID-19 geri lands­mönnum leitt og úti­há­tíðum hefur verið af­lýst byrjar verslunar­manna­helgin byrjar vel með að­stoð frá veður­guðunum þar sem góðu veðri er spáð um allt land í dag.

„Í dag léttir til og hlýnar um allt land frá því sem var í gær og því fal­legur dagur í vændum,“ segir í hug­leiðingum veður­fræðings Veður­stofu Ís­lands og er út­lit fyrir að hæstu hita­tölur verði upp undir 25 stig á Suður- og Vestur­landi.

Á morgun þykknar þó upp um landið suð­vestan­vert og kólnar þar sem sem sólin nær ekki í gegn til að hita yfir­borðið en ekki er þó út­lit fyrir mikla vætu skýja­hulunni.

„Annars staðar mun sólin þó skína og verma lands­menn. Á sunnu­daginn heldur hún á­fram að skína fyrir norðan, en skýja­hulan syðra mun eitt­hvað hefta vegi hennar.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnu­dag:

Hæg breyti­leg átt eða haf­gola og yfir­leitt bjart, en skýjað að mestu um landið sunnan- og vestan­vert og úr­komu­lítið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast inn til landsins.

Á mánu­dag (frí­dagur verslunar­manna):

Hæg breyti­leg átt, skýjað og dá­lítil væta sunnan- og vestan­til, en létt­skýjað annars staðar. Hiti 11 til 17 stig.

Á þriðju­dag og mið­viku­dag:

Aust­læg eða breyti­leg átt og víða skúrir, einkum inn til landsins. Hiti breytist lítið.

Á fimmtu­dag og föstu­dag:

Vest­læg eða breyti­leg átt og víða skúrir. Hiti breytist lítið.