Stjórn­völd í Hong Kong sam­þykktu í gær að falla frá kröfum um dvöl á sótt­kvíar­hóteli við komuna til landsins, um tveimur og hálfu ári eftir að henni var komið á. Gerð verður krafa um að ein­staklingar sem komi til landsins fylgist með eigin heilsu fyrstu dagana og verður þeim bannað að sækja veitinga­staði heim fyrstu dagana.

Um leið var fallið frá kröfu um PCR-próf áður en farið er um borð í flug­vél á leiðinni til Hong Kong en þess í stað þurfa allir ein­staklingar að taka hrað­próf. Um tíma var þess krafist að ein­staklingar sem kæmu til landsins færu í þriggja vikna sótt­kví á hóteli en að­gerðirnar hafa haft á­hrif á efna­hags­líf Hong Kong.

Um 113 þúsund ein­staklingar hafa flutt frá Hong Kong á rúmu ári og fjöl­mörg flug­fé­lög hafa hætt við á­ætlunar­flug til landsins vegna að­gerðanna á landa­mærunum.