Lands­réttur stað­festi í dag úr­skurð Héraðs­dóms Reykja­ness um á­fram­haldandi gæslu­varð­hald yfir manni sem eftir­lýstur er­lendis fyrir til­raun til mann­dráps.

Maðurinn var dæmdur í fangelsi 11 ár og 6 mánuði fyrir til­raun til mann­dráps fyrir að hafa, í fé­lagi við annan mann, ráðist að brota­þola með hnefa­höggum og spörkum og slegið hann með kylfu, gler­flösku og sveðju árið 2011.

Maðurinn er er­lendur ríkis­borgari og sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi en Út­lendinga­stofnun synjaði honum um efnis­lega með­ferð í nóvember í fyrra. Kæru­nefnd Út­lendinga­mála stað­festi úr­skurðinn en sam­kvæmt gögnum málsins fór maðurinn huldu höfði frá þeim tíma.

„Í kjöl­far evrópskrar hand­töku­­skipunar, ítar­­legrar rann­­sóknar og leitar sóknar­­aðila var varnar­­aðili hand­­tekinn 10. mars 2023 en í ljós kom að hann hafði um nokkurra vikna skeið unnið hjá nánar greindu fyrir­­­tæki undir nafni annars manns,“ segir í úr­skurði Lands­réttar.

Maðurinn talinn hættulegur almenningi

Í úr­skurði Héraðs­dóms segir að lög­reglan á Suður­­nesjum leitaði að manninum frá 31. janúar án árangurs með það að mark­miði að flytja hann úr landi.

„Varnar­­aðili var í fel­um ­­fyrir lög­­reglu en eftir um­­tals­verðar að­­gerðir lög­­reglu til að hafa uppi á varnar­­aðila í þágu málsins var hann hand­­tekinn kl. 13:59 föstu­­daginn 10. mars 2023,“ segir í úr­skurðinum.

„Í greinar­­gerð með kröfu lög­­reglu­­stjóra er hún í megin­­at­riðum rök­studd svo: Lög­­reglu­­stjóri telur hættu á því að varnar­­aðili, sem er [...] ríkis­­borgari með tak­­mörkuð tengsl við Ís­land, kunni að reyna að komast úr landi eða l­eynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan máls­­með­­ferð og fullnustu refsingar, verði honum ekki gert að sæta þvingunar­ráð­­stöfunum á meðan með­­ferð málsins stendur yfir. Varnar­­aðili hefur með hátt­­semi sinni sýnt að vægari úr­­ræði eru ekki tæk, en hann hefur vís­vitandi leynst og komið sér undan lög­­reglu. Þurfti á endanum miklar að­­gerðir lög­­reglu í nokkra daga til að hafa uppi á honum og hand­­taka hann í þágu málsins. Þá er varnar­­aðili talinn hættu­­legur, en hann hefur hlotið þungan fangelsis­­dóm á [...]fyrir mjög al­var­­legt brot,“ segir úr­skurði Héraðs­dóms Reykja­ness.

Sem fyrr segir stað­festi Lands­réttur úr­skurð Héraðs­dóms og mun maðurinn sæta gæslu­varð­haldi til 7. apríl.