Að­eins 23 prósent treysta Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra til að leiða sölu Ís­lands­banka. 63 prósent treysta honum illa.

Þetta kemur fram í niður­stöðum könnunar MMR sem gerð var að beiðni Skilta­kallanna svo­kölluðu, en spurt var hversu vel fólk treysti honum til að leiða einka­væðingu bankans.

Traust til Bjarna í málinu mælist mest meðal þeirra sem eru 68 ára og eldri en 35 prósent í þeim aldurs­flokki treysta Bjarna vel til að leiða söluna. 53 prósent í þeim hópi sem treysta honum hins­vegar illa.

Mynd/MMR

Sala á hluti ríkisins í bankanum er enn til um­ræðu á Al­þingi þegar þetta er skrifað. Um­ræðan hófst klukkan 15:00 í dag og gaf Bjarni lítið fyrir á­hyggjur þing­manna stjórnar­and­stöðunnar af málinu. Sagðist hann telja hug­mynda­fræði­legan á­greining ráða för. Sjálfur teldi hann ekki að ríkið ætti að reka banka.

„Þetta eru ein­­földu rökin. Ef menn hafa ekki trúað þessum rökum þá held ég að við munum aldrei ná saman um verð eða tíma­­setningu eða nokkurn annan skapaðan hlut vegna þess að menn eru ein­fald­­lega þeirrar skoðunar að ríkið hafi hlut­­verki að gegna sem leiðandi afl og megin eig­andi fjár­­mála­­kerfisins í við­komandi landi og það er hug­­mynda­­fræði­­legur á­­greiningur.“

Mynd/MMR

Könnun MMR: 2101_MMR_Spurningavagn_Skiltakarlarnir_final.pdf

Hægt er að fylgjast með umræðu á Alþingi um sölu ríkisins á hlut sínum í Íslandsbanka í beinni útsendingu hér að neðan.