Lítil við­brögð hafa verið við á­skorun sem Sam­tök græn­kera sendu á alla grunn- og leik­skóla og sveitar­fé­lög á landinu í til­efni af mánaðar­legu á­taki þeirra, Veganúar.

Björk Gunnars­dóttir, situr í stjórn Sam­taka græn­kera og er ein þeirra sem hefur séð um skipu­lagningu Veganúar. Í til­efni af Veganúar þá skoruðu sam­tökin á alla leik- og grunn­skóla að bjóða upp á græn­ker­a­fæði í það minnsta einu sinni í viku í janúar.

Að sögn Bjarkar hafa undir­tektir verið heldur dræmar um þátt­töku en að margir segi þó að staðan sé nokkuð góð hjá þeim fyrir. Þá vísi ein­hverjir til þess að þau bjóði upp á mat frá Skóla­mat og þannig sé vegan val­kostur á hverjum degi.

„Í Garða­bæ eru allir með mat frá Skóla­mat þannig geta þau valið vegan-mat,“ segir Björk.

Sam­tök græn­kera sendu einnig fyrir Veganúar á­skorun á sveitar­fé­lögin þar sem þau bentu á að vilji for­eldrar eða börnin sjálf ekki neyta dýra­af­urða sé oft kvöð á þeim að koma með læknis­vott­orð sem sýni fram á of­næmi eða hrein­lega nes­ta börnin.

Sam­tökin segja það aukið álag fyrir for­eldra en að sveitar­fé­lögin geti brugðist við því með því að setja skýrari stefnu og mark­mið um græn­ker­a­fæði í skólum og leik­skólum. Sam­tökin kalla eftir því að græn­ker­a­fæði sé á boð­stólum í það minnsta einu sinni í viku, það sé ó­dýrari val­kostur en kjöt og að börnunum sé kennt í heimilis­fræði að elda vegan-mat.

Sagt var frá því um helgina að einn af hverjum sjö grunn­skóla­nem­endum sem borða mat frá Skóla­mat velji vegan.