Fyrr­verandi að­stoðar­sak­sóknari hjá lög­reglunni á Suður­nesjum kvartaði undan ein­elti af hálfu yfir­manns hjá em­bættinu til fagráðs ríkis­lög­reglu­stjóra síðasta sumar. Niður­staða fagráðs var að ekki væri um einelti að ræða.

Ingi­björg Hall­dórs­dóttir, lög­maður mannsins, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að þau hafi verið ó­sam­mála niður­stöðu fagráðs.

Að­stoðar­sak­sóknaranum var sagt upp störfum með ó­lög­mætum hætti í maí í fyrra en í októ­ber sam­þykkti ríkis­lög­maður bóta­skyldu.

„Upp­sögninni var harð­lega mót­mælt sem ó­lög­mætri og þá var vakinn at­hygli ráðu­neytisins á þessu máli og jafn­framt vanda­málum innan em­bættisins,“ segir Ingi­björg.

Bætur í málinu hafa ekki verið greiddar en Ingi­björg segir bóta­málið vera í ferli.

Uppsögnin birtingarmynd vandamála innan embættisins

„Auð­vitað á öllum að líða vel í vinnunni. Það á að vera fókusinn en slíkt gerist ekki af sjálfu sér,“ segir fyrr­verandi að­stoðar­sak­sóknarinn í sam­tali við Frétta­blaðið en hann vill ekki láta nafn síns getið í fjöl­miðlum.

Hann segist ekki bera illan hug til þeirra sem starfa hjá em­bættinu en vill meina að upp­sögn sín síðasta sumar hafi verið „ein birtingar­mynd vandamála sem eru innan em­bættisins.“

Frétta­blaðið hefur á síðustu dögum verið í sam­bandi við fjöl­marga fyrr­verandi og nú­verandi starfs­menn hjá lög­reglunni á Suður­nesjum og er ljóst að vanda­mál meðal starfs­manna eiga sér langan að­draganda.

„Það vita allir af þessu en enginn þorir að gera neitt," segir hann um samskiptaerfiðleika embættisins.

„Ólafur Helgi [Lög­reglu­stjórinn á Suður­nesjum] á ekki einn sök á þessu þó hann beri á­byrgð og það þarf bregðast við hegðun annarra starfs­manna. Ef það á að laga eitt­hvað snýr það ekki bara að honum,“ segir hann enn fremur.

Tveir starfs­menn em­bættisins kvörtuðu undan ein­elti af hálfu tveggja yfir­manna em­bættisins til fagráðs nú í sumar og hafa þannig þrjár ein­eltis­kvartanir frá starfs­mönnum em­bættisins endað á borði fagráðs á einu ári.

Ráð­gjafar­fyrir­tækið Attentus var fengið til að gera út­tekt á em­bættinu og var skýrslu skilað til dóms­mála­ráð­herra í þessum mánuði. Fagráð ríkis­lög­­reglu­­stjóra hefur hins vegar ekki fengið skýrsluna og á því strandar frekari með­­ferð fyrr­­greindra ein­eltis­kvartana hjá fagráðinu.

Þessu hafa starfs­­mennirnir sem kvörtuðu vegna ein­eltis í sumar mót­­mælt harð­­lega og óskað úr­­­lausn sinna mála óháð heildar­út­­tekt á em­bættinu.