Erindi sem barst fagráði Vinstri grænna vegna ámælisverðrar hegðunar Kolbeins Óttarssonar Proppé þingmanns er ekki talið refsivert athæfi og því ekki vísað til lögreglu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fagráði VG sem vann að málinu í samráði við málshefjanda, en trúnaður ríkir um mál sem fagráðinu berast.

Þetta er fyrsta málið sem berst fagráðinu frá því að það tók til starfa árið 2019. Fagráðið skipa Guðrún Ágústsdóttir, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir og Bjarki Þór Grönfeldt að því er fram kemur á vefsíðu VG.

Þau tóku við erindinu og settu það í formlegan farveg og að athuguðu máli komst fagráðið að þeirri niðurstöðu að ekkert refsivert athæfi hafi átt sér stað.

Kol­beinn dró fram­boð sitt til baka til annars Reykja­víkur­kjör­dæmisins vegna téðra kvartana sem bárust fagráði. Hann sagði í færslu á Facebook að í þessari nýjustu bylgju #metoo geti hann ekki staðið með konunum sem líður illa hans vegna ef hann er áfram í framboði.