Opinn dagur í Hörpu vegna kínversku áramótanna verður haldinn 2. febrúar 2020. Fram kemur fjöllistahópur frá menningarstofnun Innri-Mongólíu í Kína, sem sýnir hefðbundna dansa og flytur þjóðlagatónlist, sem veitir innsýn í hinn einstaka og ríkulega menningararf svæðisins.

Meðal þess er boðið verður upp á er hinn sérstaki mongólski barkasöngur og leikið verður á hina sérstöku „hestshöfuðs“ fiðlu. Einnig verður kynning á hefðbundinni kínverskri skrautskrift, klippimyndagerð, skartgripagerð og kennt að gera fígúrur úr deigi. Einnig verður kynnt hefðbundið mongólskt mjólkurte og sælgæti gert úr mjólk og er öllum gestum boðið að smakka.

Fjöllistahópur menningarstofnunar Innri-Mongólíu á sér langa sögu og varðveitir og viðheldur ríkulegum menningararfi. Á ferli sínum hafa þeim hlotnast yfir 200 alþjóðleg og kínversk verðlaun og hefur hópurinn staðið fyrir meira en tíu þúsund viðburðum, bæði innan Kína og einnig á 70 stöðum víðs vegar um heiminn.

Hin fjölmörgu sýningaratriði eru ekki einungis birtingarmyndir lífsins á gresjunni og lífshátta minnihlutahópa í Kína, heldur hafa þau einnig öðlast viðurkenningu heimsins sem sameiginlegur menningararfur. Hinn mongólski barkasöngur og þá sérstaklega afbrigðið sem tilheyrir ættbálknum í Innri-Mongólíu í Kína (Khoomei), var settur á sameiginlegan menningarlista Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, árið 2009. Morin Khur, eða „hesthöfuðs“ fiðla er hefðbundið mongólskt strengjahljóðfæri, sem er einnig á lista Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.

Leikið verður á hina sérstöku „hestshöfuðs“ fiðlu.
Þá verður sýnd hin hefðbundna kínverska klippimyndagerð sem gaman er að fylgjast með.
Fígúrur gerðar úr deigi er aldagömul hefð í Kína. Fígúr­urnar eru litríkar og margvíslegar að gerð og lögun.
Fjöllistahópur menningarstofnunar Innri-Mongólíu á sér langa sögu og viðheldur gömlum menningararfi.