Stjórn samtakanna ‘78 fagnar farsælum málalyktum sem tengdust handtöku á hinsegin einstaklingi á Hinsegin dögum 2019, og aðkomu Samtakanna að því máli.

Stjórnin bókaði þetta á síðasta stjórnarfundi sínum.

Elínborg Harpa var handtekin í Gleðigöngunni árið 2019, en stjórn Hinsegin daga sendi frá sér afsökunarbeiðni um miðjan ágúst þar sem hún harmaði að hafa nafngreint Elínborgu við lögreglu og fyrir sein viðbrögð.