Sigur Rós fagnar 20 ára afmæli fyrstu breiðskífu sinnar, Ágætis byrjun, í skugga ákæru um skattsvik. Í tilefni afmælisins efnir hljómsveitin til endurútgáfu á hljómplötunni ásamt því að gefa út upptökur af áður óbirtum lögum þann 21. júní.

Núverandi og fyrrverandi liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar, þeir Jón Þór Birgisson, Orri Páll Dýrason, Georg Holm og Kjartan Sveinsson, voru ákærðir af héraðssaksóknara fyrir meiri háttar skattalagabrot í mars á þessu ári.

Fréttablaði greindi fyrst frá því í fyrra að meðlimir Sigur Rósar væru til rannsóknar vegna skattsvika. Rannsóknin hefur verið umfangsmikil og eignir fyrir 800 milljónir króna kyrrsettar.