Fé­lag fag­fólks um átraskanir (FFÁ) sendi ný­verið frá sér til­kynningu þar sem þau fagna því að vakin sé at­hygli á þörf fyrir bættri þjónustu fyrir þau sem glíma við átröskun og kalla eftir því að þjónusta sé bætt á 1. og 2. stigi stigum heil­brigðis­kerfisins, það er á heilsu­gæslu og hjá sjálf­stætt starfandi, svo að hægt sé að létta á þeirri þjónustu sem er á 3. stigi, það er á spítala.

Heiða Rut Guð­munds­dóttir, sál­fræðingur og for­maður fé­lagsins, segist fagna um­ræður í fjöl­miðlum og á Al­þingi sem hefur verið í gangi undan­farið um stöðuna á Ís­landi þegar kemur að þjónustu sem er í boði innan heil­brigðis­kerfisins fyrir þau sem glíma við átröskun.

„Við í FFÁ vildum stíga inn í þessa um­ræðu. Það er frá­bær­lega vel gert hjá SÁTT að vekja at­hygli á þessu og að sama skapi mikil­vægt að það heyrist í fag­fólki um hverjar lausnirnar eru,“ segir Heiða Rut. Í til­kynningu fé­lagsins er vakin at­hygli á því að fag­fólk með sér­þekkingu á með­ferð við átröskunum er til­tölu­lega fá­mennur hópur hér á landi og segir að ljóst sé að eftir­spurn eftir þjónustu er meiri en fram­boð.

Að sögn Heiðu Rutar eru um 50 skráðir fé­lagar í fé­laginu sem telur bæði fólk sem vinnur hjá ríkinu, til dæmis, í átröskunar­teymum Land­spítalans, Sjúkra­hússins á Akur­eyri og sér­fræðinga sem eru sjálf­stætt starfandi. Fé­lagar eru innan margra stétta, svo sem sál­fræðinga, næringar­fræðina og fjöl­skyldu­ráð­gjafar.

„Maður sér bæði á þjónustunni sem er í boði hjá hinu opin­bera og hjá sér­fræðingum á stofu að það eru langir bið­listar alls staðar. Þar á ég við Land­spítala og sjálf­stætt starfandi sér­fræðinga sem tala líka um mikla aukningu þannig við erum ekki að ná að anna eftir­spurn á neinum víg­stöðvum,“ segir Heiða Rut en sam­kvæmt nýjustu tölum er 18 til 20 mánaða bið eftir þjónustu hjá átröskunar­teymi Land­spítalans. Tekið skal þó fram að þar er for­gangs­raðað eftir al­var­leika.

Ekki á færi allra að greiða fyrir þjónustu sérfæðinga

Spurð hvort að eftir­spurnin sé stöðug eða í bylgjum segir hún eftir­spurn eftir að­stoð átröskunar­teymi Land­spítalans, sem er fyrir full­orðna, sé nokkuð stöðug en að aukning sé í eftir­spurn eftir barna- og ung­linga­þjónustu vegna átröskunar

Hún segir að það sé ekki nógu mikið vitað um það af hverju eftir­spurnin sé að aukast og það sé mikið til­efni til að kanna það betur.

Heiða Rut segir að rauði þráðurinn í til­kynningu þeirra sé að fé­lagið kalli eftir því að sé sett inn þjónusta á fleiri stigum í heil­brigðis­kerfinu.

„Eins og staðan er núna þá þarftu að leita á sjúkra­hús, Land­spítalann eða Sjúkra­húsið á Akur­eyri, til að fá með­ferð við átröskun. Eða greiða fyrir hana hjá sér­fræðingum á stofu sem er ekki á færi allra að gera. Ef þú ert með vægan eða meðal­al­var­legan kvíða- eða þung­lyndi­svanda geturðu farið á flestar heilsu­gæslu­stöðvar á höfuð­borgar­svæðinu og fengið þjónustu. Það er til­tölu­lega nýtt úr­ræði og ó­trú­lega flott og það á það sama að vera fyrir átraskanir,“ segir Heiða Rut sem telur að fólk eigi ekki að þurfa að fara á spítala til að fá slíka þjónustu nema vandinn sé orðinn al­var­legur.

„Það getur verið að fólk veigri sér við því að leita þangað eftir þjónustu, því það telur sig ekki nógu veikt. En ef þú getur farið á heilsu­gæsluna eða til sér­fræðings á stofu þá er það að­gengi­legri þjónusta og þá værum við að grípa fólk fyrr. Við viljum grípa fólk áður en það veikist al­var­lega,“ segir Heiða Rut og bætir við:

„Það væri svo til­valið að spítalinn gæti ein­beitt sér að þessum þyngri málum og að hin væru hjá heilsu­gæslunni eða hjá sér­fræðingum á stofu, en til að það gerist þá þarf auð­vitað að tryggja fjár­magn í Heilsu­gæslur og sam­þykkja fjár­magn í niður­greiðslu sál­fræði­þjónustu.“

Til í að leggja nýjum meðferðarúrræðum lið

Í til­kynningu fé­lagsins segir að fé­lagið sé til­búið að leggja nýjum með­ferðar­úr­ræðum lið og koma að þjálfun heil­brigðis­starfs­fólks í að veita gagn­reynda með­ferð við átröskun..

Lögð var í vikunni fram til­laga til þings­á­lyktunar um að­gerðir gegn átröskun þar sem lagt er til að heil­brigðis­ráð­herra skipi skipa starfs­hóp til að móta til­lögur að á­taki í for­vörnum, fræðslu og með­ferð til að sporna við átröskun á Ís­landi. Þar er lagt til að haft verði náið sam­ráð við hags­muna­aðila.

Meðal þess sem starfs­hópurinn myndi skoða væri staða að­búnaðar og þjónustu í með­ferðar­úr­ræðum á vegum Land­spítala og hvernig hægt er að bæta úr, mögu­leikar á að setja á fót lang­tíma­með­ferðar­úr­ræði, vinna að gerð for­varna­efnis og fræðslu­efnis um átraskanir fyrir heil­brigðis­fólk, að­stand­endur, skóla­yfir­völd og í­þrótta­fé­lög, hvernig að­gerðum gegn átröskun er háttað í ná­granna­löndunum.

Heiða Rut segir að það væri klár­lega hagur í því að fá slíka heildar­sýn á mála­flokkinn.

„Það væri til­valið að byrja þar og fá ó­líka aðila að borðinu og skoða hvert við erum að stefna. Þessi til­kynning frá FFÁ er okkar fram­lag í um­ræðuna en klár­lega hagur í því að setja saman starfs­hóp og fá þannig heildar­sýn á það hvert við erum að stefna,“ segir Heiða Rut.